Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Marokkó Vestur-Sahara Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar