Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike, Bjarni Þórður Bjarnason og Tómas Már Sigurðsson skrifa 31. október 2025 08:03 Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun