Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar 31. október 2025 09:32 Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, gagnrýni ég harðlega tillögu um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að mínu mati er þar ekki aðeins um að ræða aðför að einu gjöfulasta vatnasvæði landshlutans, heldur líka aðför að því stjórntæki sem rammaáætlun er. Faghópar í 3. og 5. áfanga hafa vandað til verka og unnið sín störf af heilindum og virðingu fyrir náttúrunni, og ítrekað flokkað virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk með ótvíræðum hætti. Í kvöld rennur út frestur til þess að skila inn umsögn á tillögu umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um að færa Kjalölduveitu og virkjanir í Héraðsvötnum í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk. Að hafa vinnu faghópanna að engu, með því að ganga gegn ráðleggingum þeirra myndi rýra traust til rammáætlunar, enda voru Héraðsvatnakostir nýlega metnir með hæsta verndargildið af öllum kostum áfangans. Ég þarf varla að tíunda, hversu dýrmæt náttúra er færð til fórnar, þar sem það stendur svart á hvítu í niðurstöðum vísindafólksins sem skipaði faghóp 1 í 3. áfanga rammaáætlunar, og síðan staðfest aftur af nýjum faghópi í 5. áfanga. Í 5. áfanga rammaáætlunar var óskað eftir endurmati á fyrri niðurstöðum, en áhrif virkjana voru hugsanlega ofmetin, fannst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nýr faghópur tók til starfa frá grunni og komst að því að ekkert ofmat hafði átt sér stað. Í 5. áfanga var einnig fenginn óháður sérfræðingur frá Svíþjóð, Christer Nilsson, til þess að vinna sjálfstætt mat á verðmætum og áhrifum virkjanakostanna þriggja í Héraðsvötnum og í séráliti sem hann skilaði var skemmst frá því að segja að hann staðfesti niðurstöður kollega sinna á Íslandi. Það fer ekki saman hljóð og mynd Ein af áherslum Jóhanns Páls, ráðherra orku- umhverfis og loftslags, er að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi - en að raska jafnvægi jökulfljótanna í Skagafirði með virkjunum er alls ekki því til stuðnings, þvert á móti. Fjölbreytt líf á landi og legi er háð þessum fljótum, það er ekki nein spurning um það eins og faghópar rammaáætlunar hafa bent á og varað við. Til samantektar, þá hafa tveir faghópar rammaáætlunar komist að sömu niðurstöðu, og vitna ég nú beint í lokaorð greinargerðar faghóps 5. áfanga: Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar af leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Greinargerð um endurmat á niðurstöðum faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum, nóvember 2023. Ég hlustaði á ræðu Jóhanns Páls á Umhverfisþingi í Hörpu um miðjan september síðastliðinn. Þar nefndi hann sérstaklega, hvað við stöndum framarlega í náttúruvernd, vegna þess að við höfum rammaáætlun. Stjórntæki sem tekur á því faglega, hvaða staði ber að virkja, og hverja ber að vernda. Ég tek undir með honum, en það er hætta á því að stjórntækið missi vigt sína og virðingu, ef faglegar niðurstöður hennar eru svo ekkert annað en tillögur á borði ráðherra, þar sem hann getur hrókerað í flokkun faghópanna eins og hann lystir. Stöndum vörð um Héraðsvötnin, og stöndum vörð um virðingu og trúverðugleika rammaáætlunar! Vegna þess að ef þessi tillaga ráðuneytisins nær fram að ganga, að færa virkjunarkosti í Héraðsvötnum og Kjalölduveitu í biðflokk, er rammaáætlun ómerk sem stjórntæki að mínu mati. Umsögn SUNN er komin inn í samráðsgátt, og er númer 8 í röð athugasemda. HÉR má nálgast styttri umsögn sem við gefum fullt leyfi til notkunar, óbreytt eða aðlögðuð eftir hentisemi, fyrir þau sem vilja leggja málinu lið og hjálpa okkur að standa vörð um Héraðsvötnin. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skagafjörður Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, gagnrýni ég harðlega tillögu um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að mínu mati er þar ekki aðeins um að ræða aðför að einu gjöfulasta vatnasvæði landshlutans, heldur líka aðför að því stjórntæki sem rammaáætlun er. Faghópar í 3. og 5. áfanga hafa vandað til verka og unnið sín störf af heilindum og virðingu fyrir náttúrunni, og ítrekað flokkað virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk með ótvíræðum hætti. Í kvöld rennur út frestur til þess að skila inn umsögn á tillögu umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um að færa Kjalölduveitu og virkjanir í Héraðsvötnum í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk. Að hafa vinnu faghópanna að engu, með því að ganga gegn ráðleggingum þeirra myndi rýra traust til rammáætlunar, enda voru Héraðsvatnakostir nýlega metnir með hæsta verndargildið af öllum kostum áfangans. Ég þarf varla að tíunda, hversu dýrmæt náttúra er færð til fórnar, þar sem það stendur svart á hvítu í niðurstöðum vísindafólksins sem skipaði faghóp 1 í 3. áfanga rammaáætlunar, og síðan staðfest aftur af nýjum faghópi í 5. áfanga. Í 5. áfanga rammaáætlunar var óskað eftir endurmati á fyrri niðurstöðum, en áhrif virkjana voru hugsanlega ofmetin, fannst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nýr faghópur tók til starfa frá grunni og komst að því að ekkert ofmat hafði átt sér stað. Í 5. áfanga var einnig fenginn óháður sérfræðingur frá Svíþjóð, Christer Nilsson, til þess að vinna sjálfstætt mat á verðmætum og áhrifum virkjanakostanna þriggja í Héraðsvötnum og í séráliti sem hann skilaði var skemmst frá því að segja að hann staðfesti niðurstöður kollega sinna á Íslandi. Það fer ekki saman hljóð og mynd Ein af áherslum Jóhanns Páls, ráðherra orku- umhverfis og loftslags, er að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi - en að raska jafnvægi jökulfljótanna í Skagafirði með virkjunum er alls ekki því til stuðnings, þvert á móti. Fjölbreytt líf á landi og legi er háð þessum fljótum, það er ekki nein spurning um það eins og faghópar rammaáætlunar hafa bent á og varað við. Til samantektar, þá hafa tveir faghópar rammaáætlunar komist að sömu niðurstöðu, og vitna ég nú beint í lokaorð greinargerðar faghóps 5. áfanga: Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar af leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Greinargerð um endurmat á niðurstöðum faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum, nóvember 2023. Ég hlustaði á ræðu Jóhanns Páls á Umhverfisþingi í Hörpu um miðjan september síðastliðinn. Þar nefndi hann sérstaklega, hvað við stöndum framarlega í náttúruvernd, vegna þess að við höfum rammaáætlun. Stjórntæki sem tekur á því faglega, hvaða staði ber að virkja, og hverja ber að vernda. Ég tek undir með honum, en það er hætta á því að stjórntækið missi vigt sína og virðingu, ef faglegar niðurstöður hennar eru svo ekkert annað en tillögur á borði ráðherra, þar sem hann getur hrókerað í flokkun faghópanna eins og hann lystir. Stöndum vörð um Héraðsvötnin, og stöndum vörð um virðingu og trúverðugleika rammaáætlunar! Vegna þess að ef þessi tillaga ráðuneytisins nær fram að ganga, að færa virkjunarkosti í Héraðsvötnum og Kjalölduveitu í biðflokk, er rammaáætlun ómerk sem stjórntæki að mínu mati. Umsögn SUNN er komin inn í samráðsgátt, og er númer 8 í röð athugasemda. HÉR má nálgast styttri umsögn sem við gefum fullt leyfi til notkunar, óbreytt eða aðlögðuð eftir hentisemi, fyrir þau sem vilja leggja málinu lið og hjálpa okkur að standa vörð um Héraðsvötnin. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar