Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar 31. október 2025 07:03 Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna. Fastir liðir eins og venjulega Þrátt fyrir þessar jákvæðu aðgerðir er sá galli á gjöf ríkisstjórnarinnar, líkt og svo oft áður, að pakkinn inniheldur einnig umtalsverðar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast enda vera svar ríkisstjórnarinnar við öllum áskorunum. Stefnir ríkisstjórnin að því að m.a. hækka skatt á söluhagnað íbúða og auk þess heimila sveitarfélögum að leggja á aukin fasteignagjöld á auðar byggingalóðir. Verst er þó hugmyndin um að auka skattheimtu á leigutekjur um 50%, sem er stórmerkilegt plan, sérstaklega þegar yfirlýst markmið húsnæðispakkans er m.a. að bæta stöðu leigjanda. Fyrirséð er að skattahækkunin muni einfaldlega leiða til hærra leiguverðs enda viðbúið að leigusalar varpi skattahækkuninni beint yfir í leiguverðið. Ríkisstjórnin virðist fullkomlega ómeðvituð um að skattar hafa áhrif á hegðun. Afbrigðilega fólkið Í kosningabaráttunni seinasta haust lofaði Samfylkingin því að hún myndi ekki hækka skatta á „vinnandi fólk“, sem hljómaði óneitanlega fremur undarlega, enda má þá gagnálykta að skattar verði hækkaðir á atvinnulausa, öryrkja, börn og aðra þá sem ekki vinna. Eftir kosningar drógu þau hins vegar aðeins í land en ítrekuðu þó að skattar yrðu ekki hækkaðir á „venjulegt fólk“. Þau orð fengu undirritaðan til að velta fyrir sér hvaða fólk er venjulegt og hvaða fólk er óvenjulegt. Fyrir hinn almenna leikmann er ekki auðvelt að átta sig á því en með því að fylgjast með skattahækkunum ríkisstjórnarinnar má í það minnsta beita útilokunaraðferðinni og álykta um þá sem koma til greina sem venjulegt fólk. Nú þegar hafa verið boðaðar skattahækkanir á þá sem leigja út íbúðarhúsnæði eins og áður segir, en einnig einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri (áform um að loka meintu „ehf. gati“), hjón (afnám samsköttunar), eigendur ökutækja (ýmsar skattahækkanir á ökutæki og eldsneyti), þá sem neyta nikótíns (aukin skattheimta á nikótínvörur) og alla þá sem heimsækja náttúruperlur landsins (innviðagjald á ferðamannastaði). Sem sagt, það er svo gott sem eina leiðin til þess að teljast til „venjulega“ fólksins að vera einstæðingur sem ekki á bíl eða fasteign, neytir ekki nikótíns, starfar ekki sjálfstætt og fer helst ekki út fyrir borgarmörkin. Þeir sem eru svo óheppnir að tikka í eitthvað af ofangreindum boxum falla hins vegar í flokk óvenjulegra Íslendinga sem mega eiga von á frekari skattahækkunum á næstu misserum. Þó grunar mig að þeir hinir sömu hafi ekki áttað sig á því hversu afbrigðilegir þeir voru þegar gengið var að kjörkössunum í fyrra, og jafnvel talið sig tilheyra venjulega fólkinu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Höfundur er óvenjulegur lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun