Vel heppnuð skíðaferð án skíða Dagur B. Eggertsson skrifar 9. júlí 2004 00:01 Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun