Sport

Dag­skráin í dag: Körfuboltaveisla, CS:GO og ís­hokkí

Það er af nægu að taka á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan fimmtudag. Körfuboltinn verður í fyrirrúmi en beinar útsendingar má finna úr bæði Subway deild karla og NBA deildinni vestanhafs. Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður svo á dagskrá ásamt tveimur íshokkíleikjum. 

Sport

Sjálfsmörk til skiptis í framlengdum leik

Nágrannaliðin Atleticó og Real Madrid mættust fjarri heimahögum sínum þegar liðin kepptu í undanúrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem fór fram í Sádí-Arabíu. Real unnu að endingu 5-3 eftir framlengdan leik þar sem tvö sjálfsmörk voru skoruð. 

Fótbolti

Martin snýr aftur til Ber­línar

Martin Hermannsson hefur í sameiningu við Valencia rift samningi sínum við félagið og gengið aftur til liðs við Alba Berlin. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2025–26. 

Körfubolti

Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu

Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. 

Körfubolti

Enn einn endurkomusigur Liverpool

Liverpool vann 2-1 á móti Fulham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool lenti undir en tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik skiluðu sigrinum. 

Enski boltinn

Hitti hálfleiksskotinu og græddi milljónir

Einn heppinn aðdáandi á leik Los Angeles Lakers gegn Toronto Raptors var í hálfleik valinn til þess að skjóta í körfuna frá miðjum vellinum. Hann gerði sér lítið fyrir, hitti skotinu og labbaði út hundrað þúsund dollurum ríkari, andvirði þess er um 13,7 milljónir íslenskra króna. 

Körfubolti

Nú í banni út um allan heim

Bann Hollendingsins Marc Overmars nær nú út fyrir Holland því aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað að ársbann hans frá fótbolta sé í gildi út um allan heim.

Fótbolti

„Við megum ekki sitja eftir“

Knattspyrnusamband Íslands ætlar að hagnýta knattspyrnuvísindin í afreksstarfi sínu og hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem er fjármagnað að fullu af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Íslenski boltinn