Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 14:47 Fylkismenn spiluðu í Bestu deildinni í fyrrasumar en er núna á leiðinni í fallbaráttu í Lengjudeildinni. Vísir/Diego Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016 Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira