Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Ég hugsa að þetta sé EM-met“

„Við hefðum klárlega getað unnið stærri sigur“ sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa lagt Króatana hans Dags Sigurðssonar að velli í undanúrslitum EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum þurfa eitt­hvað extra til að vinna“

„Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 

Handbolti
Fréttamynd

„Eins og Gísli Þor­geir en getur líka skotið fyrir utan“

„Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum

Íslendingar verða í miklum minnihluta þegar strákarnir okkar mæta Dönum í undanúrslitum á EM karla í handbolta í Herning í kvöld. Markmið strákanna okkar er að þagga niður í þúsundum stuðningsfólks.

Handbolti
Fréttamynd

PGA-mótaröðin endur­heimtir helsta skúrkinn af LIV

Patrick Reed, siguvegari á Masters árið 2018, er hættur á LIV-mótaröðinni og fær að snúa aftur á PGA-mótaröðina seinna á þessu ári. Hann er annar þekkti kylfingurinn sem LIV missir á skömmum tíma en með honum endurheimtir PGA-mótaröðin eina umdeildustu stjörnu sína á síðari árum.

Sport