„Við bara brotnum“ Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 22:19
„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin. Íslenski boltinn 14.4.2025 22:11
„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 22:09
Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. Íslenski boltinn 14.4.2025 18:30
Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur áhyggjur af framtíð Max Verstappen eftir slaka byrjun á tímabilinu. Formúla 1 14.4.2025 18:00
„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Körfubolti 14.4.2025 17:17
Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik. Körfubolti 14.4.2025 16:32
Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Færeyjar halda áfram að skrá nýja og spennandi kafla í handboltasögu sína því í gær vann kvennalandslið þjóðarinnar sér sæti á HM. Handbolti 14.4.2025 16:02
Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez og félagar hennar í Fribourg Basket eru komnar alla leið í úrslitaeinvígið um svissneska meistaratitilinn í kvennakörfunni. Körfubolti 14.4.2025 15:31
Aftur með þrennu á afmælisdeginum Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder kann heldur betur að halda upp á afmælið sitt í fótboltaskónum. Það hefur hún nú sýnt og sannað undanfarin tvö ár og gerði meira segja betur í ár en í fyrra. Fótbolti 14.4.2025 15:00
„Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 14.4.2025 14:34
Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er alveg tilbúinn að mæta í nýja græna jakkanum sínum á leik hjá Manchester United á næstunni ef það myndi veita uppáhaldsfótboltaliði hans innblástur. Enski boltinn 14.4.2025 14:00
„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. Körfubolti 14.4.2025 13:30
KA búið að landa fyrirliða Lyngby KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:15
Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Afturelding og ÍBV eru nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta og náðu bæði í sitt fyrsta stig í deildinni í gær. Það er hins vegar algjör markaskortur á báðum vígstöðvum eftir þess fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 14.4.2025 13:01
Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Golf 14.4.2025 12:31
Lærðu að fagna eins og verðandi feður Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að koma með ráð fyrir leikmenn Bestu deildar kvenna, fyrir fótboltasumarið. Í nýjustu auglýsingunni fer hún yfir það hvernig á að fagna mörkum. Íslenski boltinn 14.4.2025 12:01
Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili. Golf 14.4.2025 11:33
Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 14.4.2025 11:01
„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast. Íslenski boltinn 14.4.2025 10:32
Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 14.4.2025 10:00
Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir átti frábæra endurkomu í hóp þeirra bestu á heimsbikarmóti í Osijek í Króatíu í gær. Sport 14.4.2025 09:32
Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum Sport 14.4.2025 09:03
Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar. Fótbolti 14.4.2025 08:30