Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Orri mætir Manchester United í Evrópu­deildinni

Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissi ekki hvað þessi sárs­auki þýddi“

„Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

„Vafa­samir dómar sem féllu gegn okkur í þessu ein­vígi“

„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grát­legt tap í Grikk­landi

Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.

Fótbolti