Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Gæti náð Liverpool-leiknum

Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar eins og frægt var og auðvitað mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Það leit út fyrir að meiðsli enska bakvarðarins myndu taka frá honum leikinn en nú líta hlutirnir betur út.

Fótbolti
Fréttamynd

Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mætti ryðgaður til leiks eftir að­gerðina

Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Fórnaði frægasta hári hand­boltans

Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini.

Handbolti
Fréttamynd

Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs

Úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans er í fullum gangi og þar keppa Los Angeles Dodgers og Milwaukee Brewers um sæti í lokaúrslitunum. Einn leikmaður Dodgers er hræddur við drauga og neitar að gista á liðshótelinu.

Sport