Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Dæmdu for­setann og alla leik­menn í bann

Forráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins var lítið skemmt þegar leikmenn Estudiantes de la Plata þar í landi neituðu að standa heiðursvörð um nýkrýnda meistara Rosario Central. Rosario fékk afhentan nýjan meistaratitil með skömmum fyrirvara.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er með mikla orku“

„Hún er frábær liðsfélagi að hafa, gerir einhvern veginn alla í kringum sig glaðari og er bara alveg yndisleg“ sagði Elísa Elíasdóttur um liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Dönu Björg Guðmundsdóttir.

Handbolti
Fréttamynd

Spilaði með brotið bringu­bein í tvo mánuði

Mathias Gidsel, að flestra mati besti handboltamaður heims síðustu ár, spilaði í tvo mánuði með brotið bringubein áður en það kom í ljós í skyldubundinni skoðun fyrir Ólympíuleikana í París í fyrrasumar. Hann segir það hafa hert sig og gert að alvöru atvinnumanni að slíta krossband í hné á EM 2022.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu krafta­verkið í riðli Ís­lands

Bretar mæta beygðir í Laugardalshöll á sunnudag eftir að hafa orðið fórnarlömb hreint ótrúlegrar endurkomu í London í gærkvöld, þegar þeir misstu niður sjö stiga forskot gegn Litáen á síðustu tíu sekúndunum, í undankeppni HM karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Slot hefur ekki á­hyggjur af því að vera rekinn

Þrjú stór töp í röð og níu töp í síðustu tólf leikjum. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur sagt að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir afhroð liðsins gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta lítur verr út en þetta var“

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var gríðarlega vonsvikinn með leik sinna manna í kvöld þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í Mosfellsbæ þar sem Afturelding vann afar sannfærandi níu marka sigur í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Litáar unnu Breta á flautukörfu

Það voru næstum því fleiri óvænt úrslit í riðli Íslands í undankeppni HM í körfubolta í kvöld. Ísland vann Ítalíu á útivelli og Bretar voru rosalega nálægt því að vinna Litáa. Þeir hreinlega köstuðu frá sér sigrinum í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­kost­legur sigur strákanna á Ítalíu

Ísland vann frækinn 81-76 útisigur á Ítalíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2027 og lék því eftir afrek síðasta árs þegar strákarnir unnu sömuleiðis sigur í landinu. Elvar Már Friðriksson gerði útslagið á skrautlegum og spennandi lokakafla.

Körfubolti