Lífið

Allar aug­lýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss.

Lífið

„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“

„Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið.

Tónlist

Piparsprey, brotin bílrúða og gáttaðir ís­lenskir krakkar

Sumum kvöldum gleymir maður aldrei. Ég upplifði eitt slíkt með börnunum mínum í gær. Í hinu fallega landi Chile, þar sem stéttaskiptingin og reiðin kraumar undir niðri og bullur taka völdin á fótboltaleik í Santiago. Rúmum fimmtíu árum eftir að fólk var tekið af lífi á sama vettvangi fyrir „rangar“ skoðanir.

Lífið

Hámhorfið: Hvað eru leik­konur landsins að horfa á?

Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 

Bíó og sjónvarp

The Holdovers: Eftir­legu­kindur á heima­vist

The Holdovers fjallar um hóp nemenda bandarísks heimavistarskóla sem neyðast til að dvelja þar yfir jól, þar sem fjölskyldur þeirra geta ekki tekið á móti þeim. Með þeim þurfa að vera starfsmenn og fellur það skaut óvinsælasta kennara skólans að sitja yfir eftirlegukindunum. 

Gagnrýni

„Mamma, ég á eftir að deyja ungur“

„Fólk er hrætt við ræða um dauðann, skiljanlega. En samt er það nú þannig að það er bara tvennt sem við getum stólað á í þessu lífi; við fæðumst og við deyjum. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að ræða þessa hluti. En ég skil samt svo vel að fólki finnist það erfitt,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lét lífið í bílslysi á Holtavörðuheiði árið 2014, þá einungis átján ára gamall.

Lífið

Krakkatían: Patrik, Gústi B og VÆB

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið.

Lífið

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Lífið

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Lífið

Kammer­músíkkúbburinn í kröggum

Meðan kvikmyndin Fullt hús gengur fyrir ... fullu húsi, en þar er fjallað um kammersveit sem sér sæng sína uppreidda vegna þess að borgin hættir að styrkja hana, er Kammermúsíkklúbburinn í nákvæmlega þeirri sömu stöðu.

Tónlist

Like a Dragon: Infinite Wealth - Fíflagangur í fyrir­rúmi

Like a Dragon: Infinite Wealth er „japanskasti“ leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Í grunninn er um að ræða hlutverkaleik, þar sem maður byggir upp teymi bandamanna og berst gegn vondum körlum en að öðru leyti á ég gífurlega erfitt með að lýsa LADIW svo einfalt sé. 

Leikjavísir

Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu

Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis.

Lífið

Ævintýrasmíð bestu vin­kvenna með sama barns­föður

Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander.

Lífið

Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér

„Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad.

Lífið

Allur heimurinn undir í nýjum Draumi

Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir.

Lífið

Vaktin: Anna Fann­ey er Idolstjarna Ís­lands

Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið

Camilla Rut og Valli trú­lofuð

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, eru trúlofuð. Camilla greindi frá tímamótunum í story á Instagram.

Lífið