„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 10:49 Steinunn Ása tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. vísir/vilhelm Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar. Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar.
Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11
Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04