„Sorgleg þróun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 12:30 Bæði Elísabet Reynis og Kristján eru hugsi yfir matnum sem börnin okkar fá að borða. Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira
En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira