Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 10:29 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Barnaníðsmál sem höfðað var á hendur bandaríska rapparanum Jay-Z hefur verið vísað frá eftir að kærandinn dró kæruna til baka. Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, var kærður fyrir að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, var á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, sem hefur staðið í málaferlum síðastliðið ár vegna raðar hrottalegra kynferðisbrota, hafi þá tekið hana tali og sagt að hún væri „sú týpa“ sem tónlistarmaðurinn leitaði að. Bílstjórinn hafi þá ekið henni í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem kærandinn sagðist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. Konan segir að henni hafi verið boðinn drykkur sem innihélt efni sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Þá hafi hún farið inn í herbergi til að hvíla sig en að Carter og Combs hafi báðir komið stuttu síðar eftir henni og nauðgað henni, ónefnd fræg kona hafi horft á. Konan hefur nú dregið kæru sína til baka í samráði við lögmann sinn. Hún hafði áður gengist við ósamræmi í málflutningi sínum en stóð við sögu sína. Bæði Carter og Combs neituðu sök og hafa gefið það út að þetta renni frekari stoð undir það að kæran hafi verið tilefnislaus. „Þessari tilefnislausu kæru á hendur Jay-Z, sem hefði aldrei átt að fara fyrir dóm, hefur verið vísað frá. Í því að standa í fæturnar andspænis ógeðfelldum og fölskum ásökunum hefur Jay-Z gert það sem fáið gætu, spyr kemur úr þessu hreinn af sök,“ hefur ABC eftir Alex Spiro lögmanni Carter. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, var kærður fyrir að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, var á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, sem hefur staðið í málaferlum síðastliðið ár vegna raðar hrottalegra kynferðisbrota, hafi þá tekið hana tali og sagt að hún væri „sú týpa“ sem tónlistarmaðurinn leitaði að. Bílstjórinn hafi þá ekið henni í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem kærandinn sagðist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. Konan segir að henni hafi verið boðinn drykkur sem innihélt efni sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Þá hafi hún farið inn í herbergi til að hvíla sig en að Carter og Combs hafi báðir komið stuttu síðar eftir henni og nauðgað henni, ónefnd fræg kona hafi horft á. Konan hefur nú dregið kæru sína til baka í samráði við lögmann sinn. Hún hafði áður gengist við ósamræmi í málflutningi sínum en stóð við sögu sína. Bæði Carter og Combs neituðu sök og hafa gefið það út að þetta renni frekari stoð undir það að kæran hafi verið tilefnislaus. „Þessari tilefnislausu kæru á hendur Jay-Z, sem hefði aldrei átt að fara fyrir dóm, hefur verið vísað frá. Í því að standa í fæturnar andspænis ógeðfelldum og fölskum ásökunum hefur Jay-Z gert það sem fáið gætu, spyr kemur úr þessu hreinn af sök,“ hefur ABC eftir Alex Spiro lögmanni Carter.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira