Fréttir

Fréttamynd

Gullhúðað af­nám jafnlaunavottunar

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki einn þeirra sem hrópar fyrirvaralaust húrra vegna boðaðs afnáms jafnlaunavottunar. Hann segir afnámið gullhúðað.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvö­falt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna of­beldis

Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­gangur með skila­boð á versta tíma fyrir Heiðu

Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá vörumerkjastofunni Tvist, segir að frambjóðendur í kosningabaráttu þurfi að hugsa um einkaskilaboð til kjósenda sem opinber skilaboð nú á stafrænum tímum. Hann segir vandræðagang með skilaboð borgarstjóra um að mótframbjóðandinn sé „frægur karl með enga reynslu“ koma upp á versta tíma.

Innlent
Fréttamynd

Tug­þúsundir mót­mæltu ICE

Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Hvasst syðst á landinu

Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar.

Veður
Fréttamynd

Stig­mögnun í nágranna­erjum: „Hann vildi keyra á mig“

Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market hafa átt í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvorn annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Einnig greinir þá á um hvernig deilurnar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Gengst nú við skila­boðunum um­deildu

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. 

Innlent
Fréttamynd

Um 900 manns nú með lög­heimili í Grinda­vík

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar.

Innlent
Fréttamynd

Selenskí undir miklum þrýstingi

Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í sendi­bíl á Miklu­braut

Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs.

Innlent
Fréttamynd

Grinch siglt til hafnar í Marseille

Franskir saksóknarar eru að rannsaka olíuflutningaskip sem stöðvað var á Miðjarðarhafinu í gær. Skipið, sem ber nafnið Grinch er talið tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ sem notaður er til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Áhlaupið í gær var í fyrsta sinn Evrópuþjóð stöðvar skip á siglingu með þessum hætti og tekur stjórn á því.

Erlent
Fréttamynd

Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir ára­tug á flótta

Kanadamaðurinn Ryan Wedding, sem keppt hefur á Vetrarólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, hefur verið handtekinn en hann var einn af þeim tíu mönnum sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja mest koma höndum yfir. Wedding hefur verið ákærður fyrir morð, smygl og peningaþvætti og hefur verið á flótta frá 2015.

Erlent
Fréttamynd

Arnar Grétars­son í stjórn­málin

Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér  heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Gjör­breytt Langa­hlíð fyrir milljarð

Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki muna eftir að hafa sent skila­boðin

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­hver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“

Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði.

Innlent
Fréttamynd

Endur­tekin og al­var­leg mál valda á­hyggjum

Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál.

Innlent