„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52
Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum. Innlent 21.11.2025 15:26
Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Erlent 21.11.2025 15:08
Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Fjörðurinn, verslunarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur tekið miklum breytingum og tvöfaldast að stærð. Fjöldi nýrra verslana opnar í verslunarmiðstöðinni í dag. Innlent 21.11.2025 12:53
Sveinn Óskar leiðir listann áfram Sveinn Óskar Sigurðsson, núverandi oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. Innlent 21.11.2025 12:23
Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Innlent 21.11.2025 12:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra stefnir á að mæla fyrir samgönguáætlun í byrjun desember. Hann kveðst ekki eiga von á að áætlunin verði afgreidd áður en Alþingi fer í jólafrí. Innlent 21.11.2025 11:58
Spáir enn desembergosi Landris er stöðugt við Svartsengi á Reykjanesskaga en lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu að sögn eldfjallafræðings. Hann spáir eldgosi á svæðinu í seinni hluta desember. Innlent 21.11.2025 11:56
Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um hina nýju fjármögnunarleið sem virðist vera að ryðja sér til rúms þar sem verktakar verða meðeigendur í íbúðum kaupenda. Innlent 21.11.2025 11:39
Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing og of snemmt að segja til um formannsframboð. Innlent 21.11.2025 11:35
Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Innlent 21.11.2025 11:27
Bílvelta og árekstur í hálkunni Árekstur varð á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar á ellefta tímanum og þá valt bíll á Nesjalvallaleið við Eiturhól. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku í borginni. Innlent 21.11.2025 11:25
Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Vísbendingar eru um að áfengisdrykkja meðal grunnskólabarna sé að minnka samkvæmt Íslensku æskulýðskönnunni. Líðan barna í tíunda bekk fer batnandi en stelpur upplifa meiri kvíða og depurð en strákar. Innlent 21.11.2025 11:18
Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. Erlent 21.11.2025 10:57
Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Erlent 21.11.2025 10:33
Ráðin bæjarritari í Hveragerði Steinunn Erla Kolbeinsdóttir hefur verið ráðin bæjarritari Hveragerðisbæjar. Innlent 21.11.2025 10:06
Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Stjórnvöld í Venesúela segja að María Corina Machado, friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, verði skilgreind sem á flótta undan réttvísinni, ferðist hún til Noregs til að taka við verðlaununum. Þau saka hana um hryðjuverkstarfsemi og hatursáróður. Erlent 21.11.2025 10:02
Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal. Erlent 21.11.2025 09:04
Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að. Innlent 21.11.2025 08:31
Tugir látnir í flóðum í Víetnam Að minnsta kosti fjörutíu og einn er látinn í Víetnam eftir miklar rigningar og flóð sem gengið hafa yfir miðhluta landsins síðustu daga. Erlent 21.11.2025 08:31
Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Tónlistarmaðurinn Prakazrel „Pras“ Michel hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að taka við peningum frá erlendum aðila og nota þá í pólitískum tilgangi. Erlent 21.11.2025 08:20
Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur markað stefnu sem gerir það að verkum að ríki sem setja jafnrétti í fyrirrúm og framfylgja aðgerðum í þágu jafnrétti kynjanna og minnihlutahópa, eiga það á hættu að vera álitin brjóta gegn mannréttindum. Erlent 21.11.2025 07:57
Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Málverk eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist á uppboði í New York í gærkvöldi á tæpar fimmtíu og fimm milljónir dala, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Þar með féll met en verkið er nú dýrasta listaverk heims sem gert er af konu. Erlent 21.11.2025 07:46
Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári. Innlent 21.11.2025 07:16