Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hitni undir olíu­fé­lögum sem þurfi að passa sig

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi búist við meiri lækkunum á eldsneytisverði hjá olíufélögunum samfara því að eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni voru felld niður um áramótin. Þau þurfi að passa sig. Ríkisstjórnin ætli að ná hallalausum fjárlögum til að ná tökum á verðbólgunni.

Innlent
Fréttamynd

Stór­leikurinn riðlar dag­skrá margra

Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrá vegna áhuga landans.

Innlent
Fréttamynd

Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsis­vist

Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sambýliskonu sinnar ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi í Hafnarfirði hefur að mestu leyti játað brot sín fyrir dómi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðeins er óvíst um fjölda skipta sem brotin áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Tíu á­kærðir fyrir að drepa friðaða úlfa

Norsk yfirvöld hafa ákært tíu menn fyrir að drepa tvo úlfa í suðausturhluta landsins í fyrra. Úlfar eru taldir í bráðri útrýmingarhættu í Noregi og eru friðaðir. Nokkrir mannanna eru einnig ákærðir fyrir að reyna að drepa gaupu.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng.

Erlent
Fréttamynd

Lög­regla eltist við af­brota­menn

Lögregla eltist við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum.

Innlent
Fréttamynd

Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því.

Erlent
Fréttamynd

Harma launalækkanir í fisk­eldi á Vest­fjörðum

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí.

Innlent
Fréttamynd

Myndbirtingar for­eldra geti skapað hættu

Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú.

Innlent