Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólar­hrings­vakt

Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Gjá milli kvenna og karla en Mið­flokkurinn í sér­flokki

Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. 

Innlent
Fréttamynd

Netsvikarar þykjast vera þekkt ís­lensk fyrir­tæki

Nýverið fór að bera á nýrri tegund tilrauna til fjársvika, þegar netþrjótar hófu að kaupa sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og láta lénin líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota þrjótarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikil lokun á köldu vatni í Kópa­vogi

Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi í Kópavogi. Lokunin hefst klukkan 22 í kvöld og stendur til klukkan sex að morgni þriðjudagsins daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Mark Rutte heim­sækir Ís­land

Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í Dölunum

Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Kókaínkóngur hand­tekinn á Spáni

Wilmer "Pipo" Chavarria, forsprakki eins umsvifamesta glæpagengis Ekvador, hefur verið handtekinn í Malaga á Spáni. Chavarria hafði falsað eigin dauða árið 2021, skipt um nafn og flúið til Evrópu, en þaðan hélt hann áfram að stýra genginu í Ekvador.

Erlent
Fréttamynd

„Þar erum við eftir­bátar ná­granna­þjóðanna“

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Beckham sviptur öku­réttindum

Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið.

Erlent
Fréttamynd

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þeirra sem hafa látist í um­ferðinni

Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu.

Innlent
Fréttamynd

70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Lenti utan vegar vestan við Grundar­fjörð

Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verði að tryggja að á ís­lensku megi alltaf finna svar

Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé.

Innlent