Gefa út lag með látnum syni og félaga Fíknivandi ungs fólks hefur áhrif á allt samfélagið sem þarf að fara að vakna og bregðast við. Þetta segir ungur maður sem glímt hefur við fíkn, það gangi ekki að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Innlent 27.11.2025 23:32
Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Innlent 27.11.2025 22:25
Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Innlent 27.11.2025 22:06
Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Ungur maður, sem glímt hefur við fíkn og missti náinn vin sinn úr fíkn, segir samfélagið þurfa að vakna og bregðast við vandanum. Óásættanlegt sé að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 27.11.2025 18:13
Farbannið framlengt Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi. Innlent 27.11.2025 17:56
Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Innlent 27.11.2025 17:43
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. Innlent 27.11.2025 17:23
Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. Innlent 27.11.2025 16:17
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. Innlent 27.11.2025 15:57
Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Innlent 27.11.2025 15:35
Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Innlent 27.11.2025 15:23
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. Erlent 27.11.2025 14:42
Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Landsréttur kvað upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætti ákæru fyrir nauðgun, í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér á Vísi. Innlent 27.11.2025 14:04
Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans. Innlent 27.11.2025 13:58
Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Dönsk stjórnvöld hyggjast ráðstafa umtalsverðum fjármunum í að kosta leiðangur gervitungls til Tunglsins. Verkefnið hefur hlotið nafnið Máni, með vísan fornnorrænar tungu, en orðið er enn gott og gilt með sama rithætti á íslensku. Danskir vísindamenn við nokkra þarlenda háskóla leiða verkefnið, en að því koma samstarfsaðilar frá fleiri löndum. Markmiðið er að allt verði klárt fyrir Mánaleiðangurinn árið 2029. Erlent 27.11.2025 13:52
Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi „Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi?“ er yfirskrift málþings sem atvinnuvegaráðuneytið stendur fyrir í Hörpu í dag. Innlent 27.11.2025 13:31
Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 27.11.2025 13:24
Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Búið er að loka veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs. Innlent 27.11.2025 13:14
Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Innlent 27.11.2025 12:51
Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Nýr vegur var í dag tekinn í notkun við Keflavíkurflugvöll og er þar með hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu. Innlent 27.11.2025 12:14
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. Innlent 27.11.2025 11:55
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46
Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Í hádegisfréttunum verðum við á Suðurnesjunum en í morgun var samingur undirritaður um milljarða uppbyggingu í Helguvík sem fjármögnuð verður af Atlantshafsbandalaginu. Innlent 27.11.2025 11:37