Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á far­gjöldin

Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar.

Erlent
Fréttamynd

Skýrsla ráð­herra svari ekki mikil­vægum spurningum um brúun bilsins

Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. 

Innlent
Fréttamynd

Að­stæður bág­bornar á spítalanum til að mæta svo miklu á­lagi

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í í­búð við Snorra­braut

Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns.

Innlent
Fréttamynd

Sjúk­lingar ekki lengur í bíla­geymslu bráðamóttökunnar

Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á meintri gagna­öflun um Giuffre felld niður

Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. 

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn bannaðir á krám vegna skatta­hækkana

Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Föngum sleppt og við­skipta­þvingunum af­létt

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sleppt 123 föngum úr haldi, þar á meðal baráttukonunni Mariu Kolesnikova. Ákvörðun um frelsun fanganna var tekin eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að viðskiptaþvingunum á landið yrði aflétt.

Erlent
Fréttamynd

Munu reyna að fá nýju virkjunar­leyfi hnekkt

Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. 

Innlent