Hlaup í Skaftá og áhyggjufullir læknar Í hádegisfréttum fjöllum við um hlaupið í Skaftá sem nú er hafið. Innlent 8.12.2025 11:33
Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. Erlent 8.12.2025 11:29
Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu. Innlent 8.12.2025 10:55
Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Forsætisráðherra Japan segir þarlend stjórnvöld munu grípa til yfirvegaðra en afdráttarlausra viðbragða vegna atviks sem átti sér stað um helgina, þar sem kínverskar herþotur eru sagðar hafa fest radarmið á japanskar herþotur. Erlent 8.12.2025 07:09
Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. Innlent 8.12.2025 06:31
Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöldi að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir friðartillögur Bandaríkjamanna. Erlent 8.12.2025 06:20
Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Lögregla veitti ökumanni eftirför frá höfuðborgarsvæðinu og þvert yfir Hellisheiðina. Ökumaðurinn var á stolnum bíl og sinnti ekki merkjum lögreglu um að nema staðar fyrr en liðsauki barst í Kömbunum. Maðurinn sá sér loks enga leið færa en að gefa sig upp og var handtekinn. Innlent 7.12.2025 23:38
Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Fornleifafræðingar við Minjasafn Vestur-Sjálands fundu í sumar tvo spjótsodda úr járni alsettan gulli við uppgröft skammt sunnan Slagleysu á Sjálandi. Umsjónarmaður uppgraftarins segir þetta elsta járnmun Danmerkur. Erlent 7.12.2025 21:58
Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Vatnstjón er sagt hafa orðið á mörghundruð gripum í egypskri álmu Louvre-safnsins í París eftir bilun í loftræstikerfinu, aðeins fáeinum vikum eftir stórtækt skartgriparán. Lekinn er sagður hafa orðið í lok nóvember. Erlent 7.12.2025 20:15
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. Erlent 7.12.2025 19:54
Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Ekið var á hjólreiðamann á Sauðárkróki seinnipartinn í gær nálægt gatnamótum Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar. Um alvarlegt slys var að ræða. Innlent 7.12.2025 19:17
„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. Erlent 7.12.2025 18:06
Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Dönsk yfirvöld leggja til að bjóða upp á gjaldfrjálsa tannlæknaheimsókn einu sinni á ári. Markmiðið sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Erlent 7.12.2025 17:04
Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. Innlent 7.12.2025 16:35
„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. Innlent 7.12.2025 16:32
Áföllin hafi mótað sig Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Innlent 7.12.2025 15:54
Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7.12.2025 15:23
Herflugvél snúið við í neyð Bresk herflugvél lenti á Keflavíkurflugvelli vegna neyðartilfellis. Samkvæmt flugkóða var neyðartilfelli um borð. Innlent 7.12.2025 14:16
Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Innlent 7.12.2025 14:02
Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Einn hefur verið handtekinn grunaður um að ráðast á hóp fólks með piparúða á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Fleiri árásarmanna er enn leitað og mikill fjöldi viðbragðsaðilar er á vettvangi. Hið minnsta fimm voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 7.12.2025 13:47
Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Töluverður fjöldi rekstraraðila svokallaðra „krítískra innviða“ uppfyllir ekki lágmarkskröfur netöryggislaga, samkvæmt nýju mati Fjarskiptastofu á stofnunum og fyrirtækjum. Stofnunin hefur skilað inn greinargerð til innviðaráðuneytisins um úrbætur. Innlent 7.12.2025 12:44
Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7.12.2025 12:12
Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Innlent 7.12.2025 11:46
Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. Erlent 7.12.2025 11:26