Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14.1.2026 19:02
Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið. Innlent 14.1.2026 18:10
Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu hermafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag. Innlent 14.1.2026 18:09
Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52
Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana. Erlent 14.1.2026 14:29
Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14.1.2026 14:22
Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Árið í fyrra var það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga og undanfarin ellefu ár eru þau ellefu hlýjustu sem um getur. Meðalhitinn í fyrra slagaði hátt í neðri mörk Parísarsamkomulagsins. Erlent 14.1.2026 14:10
32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag. Erlent 14.1.2026 13:33
Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Erlent 14.1.2026 13:08
„Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Frumvarp að nýjum búvörulögum er skref í rétta átt að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann segir miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið sé minna skref en þegar frumvarpsdrög voru birt. Innlent 14.1.2026 12:42
Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? Innlent 14.1.2026 12:29
Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Þann 30. desember flæddi yfir í keri Tunglsilungs í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisbleikja komst út í sjó. Innlent 14.1.2026 11:52
Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun. Erlent 14.1.2026 11:47
Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna, auk varaforseta Bandaríkjanna, munu funda í Washington DC í dag. Þar stendur til að ræða málefni Grænlands en Bandaríkjamenn hafa ekki verið feimnir við að segja að þær girnist Grænland. Donald Trump, forseti, hefur sagt að Bandaríkin muni eignast Grænland með góðu eða illu. Erlent 14.1.2026 11:40
Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Í hádegisfréttum verður rætt við Ingu Sæland menntamálaráðherra sem segist vilja aðgreina börn innan skólanna sem þurfa sérstaka íslenskukennslu frá öðrum. Innlent 14.1.2026 11:39
Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Innlent 14.1.2026 11:39
Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Tveir eru látnir eftir að tveir strætisvagnar skullu saman á sveitavegi í Danmörku í morgun. Átta voru fulltrui á sjúkrahús. Erlent 14.1.2026 11:01
Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín. Innlent 14.1.2026 11:00
Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. Erlent 14.1.2026 10:47
Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. Erlent 14.1.2026 10:44
Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Iðnaðarmenn segja eftirspurn eftir svartri vinnu að aukast hér á landi. Þeim fjölgi sem sæki í iðnaðarmenn með óljós réttindi á samfélagsmiðlum. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna. Innlent 14.1.2026 09:42
Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að hætta að taka tillit til dauðsfalla og áhrifa á heilsu fólks þegar hún semur reglur um loftmengun. Aðeins verður litið til þess hvað það kostar fyrirtæki að fylgja reglunum. Erlent 14.1.2026 09:16
Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. Innlent 14.1.2026 09:04
90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Níutíu prósentum landsmanna þótti áramótaskaupið gott og aðeins 3,3 prósentum þótti það slakt. Alls völdu 6,3 prósent valmöguleikann „bæði og“. Innlent 14.1.2026 08:55