Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Björg Magnúsdóttir, einn fjögurra frambjóðenda í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, er sökuð um að hafa brotið kosningareglur flokksins með því að hafa samband við flokksmenn sem væru bannmerktir í gagnagrunni flokksins og ekki mætti hafa samband við. Innlent 31.1.2026 15:31
Blótað í Grindavík á nýjan leik Þorrablót Grindvíkinga mun fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld í fyrsta skipti síðan að bærinn var rýmdur þann tíunda nóvember árið 2023 eftir miklar jarðhræringar á Reykjanesskaganum. Innlent 31.1.2026 15:26
Vaktin: Viðreisn velur oddvita Vísir verður í beinni útsendingu frá kosningavöku Viðreisnar í Reykjavík í kvöld þar sem úrslit leiðtogaprófkjörs flokksins verða kynnt. Upp úr klukkan 19 verður tilkynnt hver verður oddviti Viðreisnar í höfuðborginni. Innlent 31.1.2026 15:01
„Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Tvenn ungmenni réðust á karlmann á fimmtugsaldri við strætóbiðstöð við Hafnarfjarðarveg til móts við Aktu taktu skömmu fyrir miðnætti í gær. Málið er rannsakað sem stórfelld líkamsárás. Brotaþoli var fluttur á slysadeild en lítið er vitað um líðan mannsins. Innlent 31.1.2026 11:42
Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Fjórðungur Viðreisnarmanna á kjörskrá hefur þegar greitt atkvæði í prófkjöri flokksins í Reykjavík í dag, að sögn formanns kjörstjórnar. Fjórir sækjast eftir því að vera borgarstjóraefni Viðreisnar. Innlent 31.1.2026 10:48
Má búast við skúrum eða éljum Í dag er útlit fyrir fremur hæga austlæga eða breytilega vindátt og þrjá til átta metra á sekúndu. Bjart með köflum en sums staðar má búast við skúrum eða éljum á sveimi við ströndina. Veður 31.1.2026 10:25
Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Hópur ungmenna veittist að manni sem hlaut stórfellt líkamstjón af árásinni, að sögn lögreglu. Eitt ungmennið var handsamað í kjölfarið og er málið nú til rannsóknar. Innlent 31.1.2026 09:54
„Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Minnst er á Dorrit Moussaieff og Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forsetahjón, í tölvupósti sem sendur var til kaupsýslumannsins og barnaníðingsins Jeffrey Epsteins árið 2016. Innlent 31.1.2026 08:30
Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefndur á nafn mörghundruð sinnum í nýbirtum skjölum tengdum máli Jeffrey Epstein barnaníðings og auðkýfings. Röð ásakana á hendur Trump um þátttöku í glæpum Epstein bárust alríkislögreglunni, þó með þeim fyrirvara að ásakanirnar virðast hafa borist í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Erlent 30.1.2026 23:16
„Mjög áhugaverð umræða“ Olíufélögin hafa brugðist illa við málflutningi ríkisstjórnarinnar sem hefur sagt þau bera að ábyrgðar vegna aukinnar verðbólgu. Framsetningin sé villandi og standist ekki skoðun. Innlent 30.1.2026 22:25
Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð. Innlent 30.1.2026 21:37
Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Breki Atlason ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu að hann hafi tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram hvaða sæti hann sækist eftir. Innlent 30.1.2026 21:21
Skjálfti fannst í Hveragerði Jarðskjálfti fannst vel í Hveragerði og sveitinni í kring enda varð hann nánast innan bæjarmarkanna. Innlent 30.1.2026 21:06
Jói Fel málar með puttunum Málverk eftir Jói Fel eins og hann er alltaf kallaður hafa vakið mikla athygli á veggjum Sundhallar Selfoss því þar eru til sýnis fjölmörg verk hans, til dæmis af þríeykinu í Covid og nokkrum heimsfrægum knattspyrnustjörnum. Margar af myndunum málar hann eingöngu með puttunum. Innlent 30.1.2026 21:05
Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Todd Blanche vararíkissaksóknari Bandaríkjanna tilkynnti í dag um útgáfu á milljónum blaðsíðna úr hinum svokölluðum Epstein-skjölum varðandi mál barnaníðingsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Áður óséð skjöl varpa frekara ljósi á andlát hans. Erlent 30.1.2026 20:28
„Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Guðni Th. Jóhannesson segir að fámenn stuðningsmannasveit Íslands í Herning í kvöld eigi eftir að láta vel í sér heyra og hjálpa strákunum okkar að sækja sigur, slíkt hafi gerst áður. Guðni rifjaði upp glæsta sigra Íslands gegn Danmörku í gegnum tíðina. Innlent 30.1.2026 19:17
Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Auglýsingastjóri RÚV segir það af og frá að Ríkisútvarpið stórgræði á auglýsingasölu á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. Auknar auglýsingatekjur vegna góðs gengis strákanna okkar nemi ekki nema fáeinum prósentum á milli móta og hluti teknanna skili sér sömuleiðis til Handknattleikssambandsins. Innlent 30.1.2026 19:06
Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. Innlent 30.1.2026 18:01
Ákæru fyrir manndráp vísað frá Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum munu ekki geta farið fram á dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem ákærður hefur verið fyrir að ráða Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, af dögum árið 2024. Erlent 30.1.2026 16:48
Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt sé að tryggja sjálfstæði forsetaembættisins og segir að tillaga um að forsætisráðherra skipi forsetaritara sé millileið. Tillagan komi frá forsætisráðherra en að viðhöfðu samráði við forsetann. Mikilvægt sé að tillagan verði tekin til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 30.1.2026 16:40
Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður rannsókn vegna kæru FRÍSK - Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði á hendur ætluðum eigendum ólöglegu deilisíðunnar Deildu.net. Eitt og hálft ár leið frá kæru þar til að rannsókn hófst og átta ár þar til að ætlaður eigandi var yfirheyrður. Innlent 30.1.2026 14:50
Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ Innlent 30.1.2026 14:38
Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi hefur minnkað frá síðasta frammistöðu mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hefur innleiðingarhalli EES-EFTA. Halli Íslands við innleiðingu reglugerða eykst þó verulega. . Innlent 30.1.2026 14:15
Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að það yrði alvarleg aðför að að sjálfstæðri stöðu forseta Íslands ef forsætisráðherra verður falið vald yfir vali á forsetaritara, æðsta embættismanni forseta Íslands. Hann segist ekki hafa neina trú á því að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætli sér að breyta um stefnu og efna í aðför að sjálfstæði embættisins. Innlent 30.1.2026 13:28