Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Að minnsta kosti tveir eru látnir og 36 er saknað eftir að fjall úr rusli og braki hrundi yfir sorpvinnslustöð á ruslahaug á Filippseyjum. Flóð rusls og braks flæddi yfir hús og eru margir sagðir hafa lokast inni. Þrettán var bjargað í nótt en einn þeirra lést í. Erlent 9.1.2026 16:00
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56
Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti. Innlent 9.1.2026 15:51
Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður. Innlent 9.1.2026 12:17
Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Hann segir mótmælendur skemmdarverkamenn sem séu að reyna Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs. Erlent 9.1.2026 12:13
Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. Innlent 9.1.2026 12:12
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Innlent 9.1.2026 12:09
„Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ Innlent 9.1.2026 12:08
Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda. Erlent 9.1.2026 12:03
Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á ráðherraliði Flokks fólksins sem kynntar voru í morgun. Innlent 9.1.2026 11:43
Samningur í höfn á síðustu stundu Samningur til eins árs um fjárstyrk til stuðnings- og ráðgjafarsetursins Bergið headspace var undirritaður rétt fyrir jól eftir að framkvæmdastjóri setursins sagðist óttast að loka þyrfti úrræðinu. Hún segist sátt en vonar enn að fá langtímastuðning. Innlent 9.1.2026 11:25
Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Árið 2024 létust flestir vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, eða rúmlega fjórðungur. Fjórðungur Íslendinga lést vegna æxla. Innlent 9.1.2026 10:39
Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar. Innlent 9.1.2026 10:33
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13
Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. Erlent 9.1.2026 09:07
„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls. Innlent 9.1.2026 09:01
Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður nýr þingflokksformaður Flokks fólksins eftir breytingar sem gerðar verða á ráðherraliði flokksins. Á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd af Sigurjóni. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli. Innlent 9.1.2026 08:13
Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng. Innlent 9.1.2026 08:02
Hringvegurinn opinn á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt. Innlent 9.1.2026 07:26
Norðaustlæg átt og allvíða él Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en að það lægi smám saman suðaustantil. Veður 9.1.2026 07:17
Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Erlent 9.1.2026 07:03
Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og verðandi mennta- og barnamálaráðherra ætlar að veita fjölmiðlum viðtöl nú í morgunsárið klukkan átta í húsnæði flokksins í Grafarvogi. Innlent 9.1.2026 06:57
Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Þrír eru með réttarstöðu sakbornings vegna E. coli sýkingarinnar sem upp kom á leikskólanum Mánagarði í október árið 2024. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Ríkisútvarpið en vill ekki tjá sig um það um hverja er að ræða. Innlent 9.1.2026 06:35
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9.1.2026 06:00