Fréttir

Fréttamynd

Ró­legt veður en kalt næstu daga

Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fimm daga þjóðar­sorg lýst yfir í Sviss

Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu.

Erlent
Fréttamynd

Vinum hans ekki litist á blikuna

„Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“

Innlent
Fréttamynd

„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Ís­lands á næstu árum“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“

Innlent
Fréttamynd

Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í fram­kvæmd

Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023.

Innlent
Fréttamynd

Kirkja í Amsterdam al­elda

Mikill eldur kom upp í hinni 154 ára Vondelkerk í Amsterdam í Hollandi í nótt. Eldurinn blossaði upp um miðnætti og var fljótur að dreifa sér um kirkjuna.

Erlent
Fréttamynd

Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu.

Innlent
Fréttamynd

Kólnar veru­lega á fyrstu dögum ársins

Norðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og verða þær af og til allhvassar á austanverðu landinu með dálitlum éljum. Það verður þó yfirleitt mun hægari og bjart í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24

Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Stunguárás og margar til­kynningar um flug­elda­slys

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Eitt­hvað í ís­lensku sam­félagi fjand­sam­legt börnunum okkar

Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans.

Innlent
Fréttamynd

Simmi vin­sælasti leyni­gesturinn

Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“

Innlent