„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Innlent 16.12.2025 14:32
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27
Lögðu lengi á ráðin um herlög Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár. Erlent 16.12.2025 13:26
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29
Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Hlutfall landsmanna í trú- og lífsskoðunarfélögum og þeirra sem standa utan þeirra tók svo gott sem engum breytingum á milli ára. Örlítið hærra hlutfall tilgreinir nú ekki stöðu sína en í fyrra og hlutfall þeirra sem er í Þjóðkirkjunni lækkar lítillega. Innlent 16.12.2025 11:12
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. Erlent 16.12.2025 11:11
Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna norðaustan hríðar sem skellur á landið á morgun. Veður 16.12.2025 10:18
Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. Erlent 16.12.2025 09:58
Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58
Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann hefði myrt átta manns um borð í þremur bátum á alþjóðlegu hafsvæði á austanverðu Kyrrahafi. Hátt í hundrað manns hafa nú verið teknir af lífi utan dóms og laga með þessum hætti í árásum Bandaríkjamanna. Erlent 16.12.2025 08:52
FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimila notkun tveggja lyfja sem hafa reynst vel gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum sem valda kynsjúkdómnum lekanda. Greiningum hefur verið að fjölga og telja nú um 82 milljónir á heimsvísu en á sama tíma hefur ónæmi aukist verulega. Erlent 16.12.2025 08:25
Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að fara í mál við breska ríkisútvarpið og krefst fimm milljarða Bandaríkjadala í bætur. Málið á rætur sínar að rekja til þess að framleiðendur í fréttaskýringaþættinum Panorama klipptu orð hans í ræðu þann 6. janúar 2021 úr samhengi. Þannig mátti á forsetanum skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna. Erlent 16.12.2025 07:37
Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. Erlent 16.12.2025 07:21
Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Útlit er fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag þar sem áttin verður breytileg – gola eða kaldi – og víða bjart. Líkur á einhverjum éljum við ströndina. Veður 16.12.2025 07:06
Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Erlent 16.12.2025 06:47
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Bandaríski leikstjórinn Rob Reiner og sonur hans Nick Reiner hnakkrifust í jólapartýi hjá grínistanum Conan O' Brien á laugardagskvöldið, daginn áður en Rob fannst myrtur á heimili sínu ásamt eiginkonunni Michele Singer Reiner. Erlent 15.12.2025 20:49
Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15.12.2025 20:40
Umferðarslys á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús. Innlent 15.12.2025 19:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12
Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu. Innlent 15.12.2025 18:04