Fréttir

Fréttamynd

Borgar­stjóri fór með rangt mál

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gagn­rýnin hugsun skipti máli

Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um að Margrét Löf verði gerð arf­laus fer fyrir Lands­rétt

Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Laugar­dals­höll líkt og þeim var lofað

Íbúar í Laugardal héldu íbúafund í gær þar sem rætt var um áratugalangt aðstöðuleysi íþróttafélagsins Ármanns. Einn íbúa og meðlimur í sérstökum aðgerðarhópi segir íbúa komna með nóg af fögrum fyrirheitum stjórnmálamanna. Ekki sé hægt að bíða lengur.

Innlent
Fréttamynd

Taldi ekki sérstaka nauð­syn á að hneppa Helga Bjart í varð­hald

Héraðsdómari taldi ekki sérstaka nauðsyn á því að Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem ákærður er fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, yrði hnepptur í varðhald, þrátt fyrir að hann lægi undir sterkum grun. Hann er ákærður fyrir að nauðga drengnum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði og að reyna að hafa við hann samræði.

Innlent
Fréttamynd

Barbara sakar Sig­ríði um ein­elti og Valtý um gagnaleka

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari segir Sigríði Hjaltested, meðdómara hennar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa lagt hana í einelti í rúma tvo áratugi. Sigríður hafi ritað Dómstólasýslunni bréf þar sem fullyrt er að þau Símon Sigvaldason, þáverandi dómstjóri, hafi átt í ástarsambandi. Valtýr Sigurðsson, eiginmaður Sigríðar og fyrrverandi ríkissaksóknari, hafi lekið bréfinu til verjanda Margrétar Friðriksdóttur, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru.

Innlent
Fréttamynd

„Von­brigði“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum

Rússar hafa gert árásir á hvert einasta orkuver í Úkraínu og ítrekaðar árásir á aðra borgaralega innviði, á sama tíma og Úkraínumenn standa frammi fyrir einhverjum kaldasta vetri á svæðinu í árabil. Með því vilja Rússar draga máttinn úr úkraínsku þjóðinni til að verjast innrás þeirra en á undanförnum þremur árum hafa Rússar eingöngu lagt undir sig eitt og hálft prósent af Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Mjög ó­al­gengt að þing­menn segi af sér

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Prófessor í stjórnmálafræði segir það gríðarlega sjaldgæft að þingmenn segi af sér. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að vanda sig og beita var­úð

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir mikilvægt að fara varlega með gervigreind í starfsemi háskóla í kjölfar frétta um að yfirstjórn Bifrastar hafi notað gervigreind til að meta höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­maður Guð­brands í sjokki en klár í slaginn

Sandra Sigurðardóttir varaþingmaður Viðreisnar sem nú tekur við þingsæti Guðbrands Einarssonar í Suðurkjördæmi segist vera í sjokki vegna málsins. Ákvörðunin hjá Guðbrandi um að segja af sér vegna tilraunar til vændiskaupa sé hinsvegar hárrétt og segist Sandra vera klár í slaginn á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

„Laus­lát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum

Margrét Friðriksdóttir, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru Björnsdóttur héraðsdómara, segir Barböru hafa framið á henni réttarmorð, með því að sakfella hana fyrir hótunarbrot. Hún hafið reiðst vegna þess og því ritað færslu á Facebook, þar sem hún úthúðaði dómaranum. Hún kveðst hafa opnað orðabók í leit að mildasta orðinu til þess að lýsa Barböru. „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm,“ sagði hún meðal annars.

Innlent
Fréttamynd

Telur við­brögð Guð­brands rétt og skyn­sam­leg

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar segist telja að viðbrögð Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku vegna fréttar af tilraun hans til vændiskaupa hafi verið rétt og skynsamleg. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlut­verk

Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er.

Innlent
Fréttamynd

Kol­beinn Tumi tekur við af Erlu Björgu

Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þingið kallar á­fram eftir hug­myndum frá al­menningi

Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár.

Innlent