Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Kevin M. Warsh næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Öldungadeildin þarf að staðfesta valið. Erlent 30.1.2026 13:07
Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi búist við meiri lækkunum á eldsneytisverði hjá olíufélögunum samfara því að eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni voru felld niður um áramótin. Þau þurfi að passa sig. Ríkisstjórnin ætli að ná hallalausum fjárlögum til að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 30.1.2026 13:05
Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrá vegna áhuga landans. Innlent 30.1.2026 13:00
Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? „Mér finnst það mjög galið að ætla að stíga inn á sjónarsviðið beint inn í formannssætið í elsta og virtasta flokki landsins,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir formannsembættinu í Framsóknarflokknum. Innlent 30.1.2026 10:48
Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sambýliskonu sinnar ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi í Hafnarfirði hefur að mestu leyti játað brot sín fyrir dómi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðeins er óvíst um fjölda skipta sem brotin áttu sér stað. Innlent 30.1.2026 10:16
Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Fjöldi starfsmanna í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi er orðinn það mikill að flytja þarf 10 starfsmenn í annað húsnæði rétt hjá ráðhúsinu því þeir komast ekki fyrir í núverandi húsnæði. Innlent 30.1.2026 10:03
Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Norsk yfirvöld hafa ákært tíu menn fyrir að drepa tvo úlfa í suðausturhluta landsins í fyrra. Úlfar eru taldir í bráðri útrýmingarhættu í Noregi og eru friðaðir. Nokkrir mannanna eru einnig ákærðir fyrir að reyna að drepa gaupu. Erlent 30.1.2026 09:22
Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng. Erlent 30.1.2026 09:07
Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Málþingið Allir með - Ferðin hingað og ferðalagið framundan fer fram í Minigarðinum í dag. Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum, rannsóknir, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga og þau verkefni sem nú eru í gangi. Innlent 30.1.2026 08:47
Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Maður og kona voru hýdd 140 sinnum í Aceh í Indónesíu í gær, fyrir að hafa neytt áfengis og stundað kynlíf utan hjónabands. Bæði voru lamin í bakið með priki í almenningsgarði á meðan tugir fylgdust með en á endanum leið yfir konuna. Erlent 30.1.2026 07:47
Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt í dag og rigning eða snjókoma austantil fram eftir morgni. Það verða skúrir eða slydduél suðaustanlands seinnipartinn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Veður 30.1.2026 07:11
Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði heitið því að gera tímabundið hlé á loftárásum sínum á Kænugarð, sem hafa miðað að því að valda skemmdum á orkuinnviðum og svipta íbúa hlýju í vetrarkuldanum. Erlent 30.1.2026 06:55
Lögregla eltist við afbrotamenn Lögregla eltist við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum. Innlent 30.1.2026 06:34
Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því. Erlent 29.1.2026 23:56
Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí. Innlent 29.1.2026 22:59
Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að þykjast vera fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) til að frelsa Luigi Mangione úr haldi. Maðurinn var með pítsaskera í fórum sínum. Erlent 29.1.2026 22:12
Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú. Innlent 29.1.2026 22:00
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á veginum í Fagradal, vegna hættu á því að snjóflóð gæti fallið á hann. Innlent 29.1.2026 21:03
„Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. Innlent 29.1.2026 21:01
„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Innlent 29.1.2026 20:46
Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Bandarísk kona sem búsett er á Íslandi hafði aldrei heyrt minnst á handbolta áður en hún kynntist hinni handboltaóðu íslensku þjóð. Hún vinnur sem ferðaráðgjafi og hjálpar erlendum ferðamönnum að kynnast íslenskri menningu. Til að þekkja Íslendinga í raun og sann sé nauðsynlegt að skilja handbolta. Innlent 29.1.2026 19:59
Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Grindavíkurbær auglýsir forskráningu í leik- og grunnskóla fyrir haustið 2026. Ætlunin er að kanna eftirspurn. Innlent 29.1.2026 19:47
Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. Innlent 29.1.2026 19:29
Þrjár hlutu heiðursverðlaun Þrjár konur hlutu heiðursverðlaun á Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu. Meðal verðlaunahafa er fyrrverandi borgarstjóri. Innlent 29.1.2026 19:05