Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eftir­maður Guð­brands í sjokki en klár í slaginn

Sandra Sigurðardóttir varaþingmaður Viðreisnar sem nú tekur við þingsæti Guðbrands Einarssonar í Suðurkjördæmi segist vera í sjokki vegna málsins. Ákvörðunin hjá Guðbrandi um að segja af sér vegna tilraunar til vændiskaupa sé hinsvegar hárrétt og segist Sandra vera klár í slaginn á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti dæmdur í fimm ára fangelsi

Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir misnotkun valds, hindrun framgangs réttvísinnar og fyrir skjalafals í tengslum við misheppnaða tilraun hans til að setja á herlög í landinu árið 2024. Um er að ræða fyrstu dómsuppkvaðninguna yfir forsetanum fyrrverandi, en hann gæti átt yfir höfði sér enn frekari refsingu, jafnvel dauðarefsingu, þar sem enn á eftir að kveða upp úrskurði í þremur málum til viðbótar sem tengjast embættisfærslum forsetans.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem við sam­þykktum“

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur.

Erlent
Fréttamynd

Segir af sér þing­mennsku vegna til­raunar til vændiskaupa

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi af­hent Trump Friðar­verð­laun Nóbels

María Corina Machado, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels. Þetta hafi hún gert „til að viðurkenna einstaka skuldbindingu hans við frelsi okkar.“

Erlent
Fréttamynd

And­stæðan við lóðabrask

Pétur Marteinsson sem vill leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir að miklar tafir á uppbyggingaráformum hans og félaga í Nýja Skerjafirði hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja lóðina sem þeim var úthlutað á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hér sést hvar jarð­göngin eiga að opnast á Heimaey

Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár. Stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Félagið hefur boðað til kynningarfundar í Eyjum í kvöld um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Dómari skapað hættu­legt for­dæmi fyrir of­beldis­menn

Samtök gegn kynbundnu ofbeldi segja alvarlegt að dómari hafi veitt ofbeldismanni skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn sambýliskonu og að ríkissaksóknari hafi kosið að áfrýja ekki. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi kyn­ferðis­brota í fyrra heldur yfir meðal­tali

Alls voru ellefu kynferðisbrot skráð hjá lögreglunni á Austurlandi á síðasta ári. Fjöldinn er heldur hærri en meðaltal frá 2015 þar sem skráð brot hafa að jafnaði verið átta talsins á ári hverju. Á sama tíma voru málin færri nú en árið 2024 þegar tólf kynferðisbrot voru skráð og 2022 þegar þau voru fjórtán talsins.

Innlent
Fréttamynd

Borgin segir upp leigu­samningi og 54 barna leik­skóla að ó­breyttu lokað

Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans.

Innlent
Fréttamynd

Ólga á norður­slóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur

Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar full­trúa sendi­ráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“

Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast enn að fá að senda sér­sveitar­menn til Mexíkó

Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna.

Erlent