Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23
Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026. Innlent 1.12.2025 08:37
Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. Innlent 1.12.2025 08:25
Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Innlent 1.12.2025 08:02
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 1.12.2025 06:31
Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga í gærkvöldi eða nótt sem grunaðir eru um að hafa verið ólöglega hér á landi. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Innlent 1.12.2025 06:19
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. Erlent 30.11.2025 23:49
Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. Innlent 30.11.2025 23:02
Dorrit rænd í Lundúnum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var rænd á götum Lundúna í kvöld ef marka má færslu hennar á Instagram. Innlent 30.11.2025 22:48
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Innlent 30.11.2025 21:20
Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Mikil ánægja er á meðal nemenda og starfsmanna Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því áfanginn „Allt fyrir ástina“ var að fá heiðursverðlaun Félags sérkennara á Íslandi en áfanginn er kenndur á sérnámsbraut skólans. Í áfanganum fá nemendur að vita allt það helsta, sem við kemur ástinni. Innlent 30.11.2025 20:05
Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, tók þátt í mótmælum á Ítalíu í gær með fjölþjóðlegri sendinefnd aktívista og málsvara Palestínu, ásamt hafnarverkamönnum í Genóa og Róm. Með í för var meðal annars sænski aktívistinn Greta Thunberg, sem varð heimsfræg árið 2018 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum, en auk þess hefur hún undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að málefnum Palestínu. Innlent 30.11.2025 19:47
Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Innlent 30.11.2025 18:46
Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Læknir, sem hélt því ranglega fram við fjölskyldu sína mánuðum saman að hún glímdi við banvænt krabbamein og skrifaði út lyf á nána fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað læknaleyfinu. Þetta er í annað sinn sem konan gerir sér upp krabbamein. Innlent 30.11.2025 17:47
Réðst á annan með skóflu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir. Innlent 30.11.2025 17:01
Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Innlent 30.11.2025 16:39
Harður árekstur á Suðurlandi Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur. Innlent 30.11.2025 15:58
Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Innlent 30.11.2025 14:48
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. Innlent 30.11.2025 14:29
Biður forsetann um náðun Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðið Isaac Herzog, forseta Ísraels, um að veita honum náðun. Netanjahú hefur verið fyrir rétti síðustu fimm ár vegna ákæru um mútur, svik og trúnaðarbrot. Erlent 30.11.2025 14:19
Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Úkraínsk sendinefnd er á leið til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hun mun funda með utanríkisráðherra landsins og aðalsamningamanni Bandaríkjastjórnar um friðartillögurnar sem lagðar voru fram um síðustu helgi. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum vonar að viðræðurnar skili jákvæðum árangri en aðdragandi fundarins hafi ekki verið góður. Erlent 30.11.2025 14:02
Alelda bíll á Dalvegi Eldur kviknaði í bíl á Dalvegi í Kópavogi rétt eftir klukkan eitt. Bifreiðin er á bílastæði Restor Car Bifreiðaverkstæðisins. Innlent 30.11.2025 13:34
Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Það verður mikið um að vera í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í dag því þar fagnar verslun sveitarinnar, Bjarnabúð 40 ára afmæli. Eigandi verslunarinnar segist vera kaupfélagsstjóri og bensínafgreiðslumaður staðarins og að pylsur séu vinsælasta vara verslunarinnar. Innlent 30.11.2025 13:04
Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum. Innlent 30.11.2025 13:03
Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Björgunarsveitin kom ferðalöngum til aðstoðar í gærkvöldi eftir að þeir festu sig í vaði norðan Torfajökuls. Verkefnið tók rúmar átta klukkustundir vegna mikils snjós. Innlent 30.11.2025 12:51