„Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Veruleg tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi við stjórnmálaflokkana, sem birt verður í kvöldfréttum Sýnar. Talsverð hreyfing virðist vera á stuðningi við flokka og breytingar frá niðurstöðum síðustu kosninga sæta tíðindum. Rætt verður við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttunum klukkan hálfsjö, sem segir helstu niðurstöðu könnunarinnar stórmerkilega. Innlent 20.11.2025 18:06
Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér aftur til oddvita Samfylkingar. Hún tók nýlega við sem samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri og segir í svari til Akureyri.net að hún ætli að einbeita sér að því. Innlent 20.11.2025 17:22
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20.11.2025 16:38
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34
Skúli sækist eftir 2. sæti Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 20.11.2025 13:25
Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2025 12:58
Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Börn eiga auðveldara með að stökkva inn og út úr sorg en hin fullorðnu og syrgja stundum með öðrum hætti. Þetta segir stofnandi Arnarins minningar- og styrktarsjóðs en í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg. Innlent 20.11.2025 12:52
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. Innlent 20.11.2025 12:39
Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB. Innlent 20.11.2025 12:18
Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. Innlent 20.11.2025 12:02
Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil. Erlent 20.11.2025 12:00
Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Þingmenn Framsóknarflokksins vilja svara Evrópusambandinu í sömu mynt og hækka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem viðbragð við verndartollum sambandsins á kísilmálm. Innlent 20.11.2025 11:30
Magnús Guðmundsson er látinn Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 20.11.2025 10:40
Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20.11.2025 09:48
Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda. Innlent 20.11.2025 09:20
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20.11.2025 08:49
Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs „Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag. Innlent 20.11.2025 08:33
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20.11.2025 08:02
Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Bæjarstjórn Árborgar mótmælir því að þungaflutningar vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Búfellshólum austan Búrfells fari í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Innlent 20.11.2025 07:43
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20.11.2025 07:22
Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Lægð kemur upp Grænlandssund og munu skil hennar fara yfir landið, fyrst í kringum hádegi allra vestast. Veður 20.11.2025 07:06
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44