Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. Innlent 11.12.2025 15:49
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. Erlent 11.12.2025 15:23
Skaftárhlaup enn yfirstandandi Skaftárhlaup er enn yfirstandandi og stöðugt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að úrkoma og leysing á svæðinu hafi bætt að hluta í rennsli sem mælist rúmlega 160 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) við Sveinstind. Það samsvari meðalrennsli að sumri. Innlent 11.12.2025 15:17
„Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Bandaríska tímaritið Time hefur valið „arkitekta gervigreindar“ sem manneskju ársins. Erlent 11.12.2025 13:32
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. Innlent 11.12.2025 13:13
Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Innlent 11.12.2025 12:30
Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Bragi Valdimar Skúlason formaður FTT segir að enn hafi engin viðbrögð borist frá Ríkisútvarpinu vegna erindis FTT og TÍ vegna „stóra fréttastefsmálsins“. Innlent 11.12.2025 11:59
Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Það er leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu þennan daginn, eða austan 13-20 m/s og rigning, en suðaustan 10-18 og skúrir upp úr hádegi. Innlent 11.12.2025 11:48
Fallhlífin flæktist í stélið Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar. Erlent 11.12.2025 11:46
900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis. Erlent 11.12.2025 11:40
Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu mála varðandi uppbyggingu nýs fangelsis á Suðurlandi. Innlent 11.12.2025 11:40
Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Innlent 11.12.2025 11:18
„Stóra-Hraun mun rísa“ Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Innlent 11.12.2025 11:08
Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sara Björg Sigurðardóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Innlent 11.12.2025 10:35
Sundmenning Íslands á lista UNESCO Að stinga sér til sunds í íslenskri sundlaug er ekki lengur bara hversdagsleg athöfn. Ekki frekar en að setjast niður og borða heimatilbúna máltíð á Ítalíu. Hvoru tveggja bætist á lista UNESCO yfir óáþreifilegan menningararf í vikunni. Innlent 11.12.2025 10:19
Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Síðan samið var um styttingu vinnuvikunnar fyrir sex árum hefur um helmingur ríkisstofnana stytt opnunartíma sinn. Algengast er að opnunartíminn hafi verið styttur um tvær klukkustundir, úr átta í sex, í þeim tilfellum sem það hefur verið gert. Þá hefur opnunartími haldist óbreyttur hjá rúmum þriðjungi stofnana ríkisins en þrettán prósent þeirra hafa lengt opnunartíma sinn. Innlent 11.12.2025 08:16
Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rakið uppruna sinn. Innlent 11.12.2025 07:57
Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna. Erlent 11.12.2025 07:39
Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan hvassviðri eða stormur gengur nú yfir sunnan- og vestanvert landið og nú í morgunsárið taka gular viðvaranir gildi vegna þess á stórum hluta landsins. Veður 11.12.2025 07:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Erlent 11.12.2025 07:03
Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Erlent 11.12.2025 07:01
Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. Innlent 11.12.2025 06:47
Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt 900 milljarða dala varnarmálafrumvarp, sem virðist vera nokkuð á skjön við nýútgefna stefnu Bandaríkjanna í þjóðaröryggismálum. Erlent 11.12.2025 06:42
Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Innlent 11.12.2025 00:03