Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bústaða­kirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Af­ríku

Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur vill ekki hlýða á Kristján Markús

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Kristjáns Markúsar Sívarssonar, um að rétturinn tæki fyrir líkamsárásarmál hans. Hann vildi meina að Landsréttur hefði dæmt hann að ósekju fyrir að kasta óþekktum hlut í höfuð konu, með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi réðst á kennara á jóla­skemmtun í Ingunnarskóla

Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti opnar sig um kyn­ferðis­brot í æsku

Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur vilja stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra

Alls bárust fjórar umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu en meðal þeirra sem sækja um er settur ríkislögreglustjóri og settur fangelsismálastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Þrír vasaþjófar hand­teknir á gisti­heimili Laugar­nes­hverfi

Þrír voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið eru grunað um skipulagðan þjófnað á stór höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki matvælum, fjármunum og fleiru. Fyrst var greint frá á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Trump vill til tunglsins fyrir 2028

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka.

Erlent
Fréttamynd

Starfslokasamningar undir­stofnana kostað hátt í 175 milljónir

Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Morðinginn í Brown há­skóla fannst látinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana.

Erlent
Fréttamynd

Hiti að sjö stigum og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla.

Veður
Fréttamynd

Reynslu­bolti kveður lög­regluna

Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði á lög­reglu­stöð til að komast úr járnunum

Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka tengsl skotárásarinnar við annað morð

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði.

Erlent
Fréttamynd

Mikið á­lag á bráðamóttökunni á Akur­eyri

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri þessa dagana. Starfsfólk biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Fjöldi leitar einnig á Landspítalann og Læknavaktina.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór sjálf­kjörinn

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður

Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim.

Innlent
Fréttamynd

Telur hagræðingaráformin þau metnaðar­fyllstu

Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki.

Innlent
Fréttamynd

Sex um borð í einka­þotu sem hrapaði

Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. 

Erlent