Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Þorláki Björnssyni, 44 ára karlmanni. Innlent 23.12.2025 16:53
Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ritstjóri Kastljóss. Hún hefur starfað sem sjónvarpskona á Rúv en tekur til starfa eftir áramót. Innlent 23.12.2025 16:49
Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. Erlent 23.12.2025 16:34
Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. Innlent 23.12.2025 13:33
Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um hið sorglega bílslys sem varð á dögunum í Suður-Afríku þar sem íslensk stúlka lét lífið ásamt ömmu sinni. Innlent 23.12.2025 11:37
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. Innlent 23.12.2025 11:33
Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Einstaklingur var sektaður um 240 þúsund krónur fyrir að beita hund ofbeldi, þar á meðal að sparka ítrekað í hann. Mast sektaði fjölda dýraeigenda fyrir vanbúnað en vegna þess þurfti að aflífa fjölda dýra. Innlent 23.12.2025 11:20
Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Þjóðleikhúsinu og Eyjólfur Gíslason í stöðu mannauðsstjóra. Innlent 23.12.2025 11:19
Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistað á Ísafirði í apríl 2023. Innlent 23.12.2025 11:08
Ekið á konu á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn. Innlent 23.12.2025 10:43
Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna. Innlent 23.12.2025 09:27
Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið. Innlent 23.12.2025 09:11
„Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti í gærkvöldi eins konar uppgjörspistil við slaufunaræðið sem gekk yfir Ísland fyrir nokkrum árum – það hafi ekki verið í lagi. Innlent 23.12.2025 09:00
Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Stjórnvöld í Kína og Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Venesúela, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til stjórnarskipta í landinu og stöðvað olíuflutningaskip og hótað því að halda olíunni eða selja. Erlent 23.12.2025 07:56
Skapari Call of Duty lést í bílslysi Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára. Erlent 23.12.2025 07:53
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. Veður 23.12.2025 07:09
Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að til standi að smíða nýja kynslóð orrustuskipa, sem verða stærri, hraðskreiðari og „hundrað sinnum öflugri“ en nokkur önnur herskip. Þá verður þessi nýja gerð nefnd eftir Trump; „Trump class“. Erlent 23.12.2025 07:06
Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis. Innlent 23.12.2025 06:31
Ráðist á pilt á heimleið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið. Innlent 23.12.2025 06:30
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. Veður 22.12.2025 22:13
Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun. Innlent 22.12.2025 21:51
„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. Erlent 22.12.2025 21:36
Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. Innlent 22.12.2025 20:42
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. Innlent 22.12.2025 20:17