Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Innlent
Fréttamynd

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

Innlent
Fréttamynd

Margt sem gildir enn í sam­starfi Ís­lands og Banda­ríkjanna

Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati.

Innlent
Fréttamynd

Fólk farið að reykja kókaínið

Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Kallar Greene heimskan svikara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn er látinn

Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

Halla Berg­þóra sækir um en ekki Páley

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra sem hefur verið auglýst laust til umsóknar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hyggst ekki sækja um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður mátti ekki aftur­kalla ráðningu Óskars Steins

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Segir að taka þurfi mikil­vægar á­kvarðanir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir.

Erlent
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent