Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veð­mál barna og verslunar­mið­stöð í Vogum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Segir mál­efna­samninginn ófjár­magnað orða­gjálfur

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun tekin án sam­ráðs við nokkurn nema MS og Bænda­samtökin

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert til í á­sökunum KÍ um flokka­drætti

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ára stelpa frá Vík í úr­slitum í Euro­vision barna í Dan­mörku

Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki

Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fer fram á stjórnsýsluúttekt á að­draganda lokunarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Skora á full­trúa sveitar­fé­laganna að greina frá sinni af­stöðu

Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna.

Innlent
Fréttamynd

Segir Selenskí hug­rakkan leið­toga

Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra.

Erlent
Fréttamynd

„Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“

Ásgeir Tranberg varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu föður síns sem barn. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá meðal annars fram að um væri að ræða eitt alvarlegasta barnaverndarmál síðari ára. Faðir hans var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ásgeir varð jafnframt fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fleiri en eins manns - sambýlismanna móður sinnar. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við viðbrögð fagaðila og heilbrigðiskerfisins eftir að hann greindi frá kynferðisofbeldinu.

Innlent
Fréttamynd

Slydda og snjó­koma fyrir norðan

Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki.

Veður
Fréttamynd

Vilja byggja 30 þúsund fer­metra verslunarkjarna

Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar.

Innlent