Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hiti gæti náð 25 stigum í dag

Hitinn á landinu í dag gæti náð allt að 25 stigum en hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Þar verður einnig léttskýjað og suðlæg átt frá þremur til átta metrum á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Fundu kannabisplöntur við hús­leit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Minnis­blað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“

Starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir upplýsingum um tilurð 71. greinar þingskapalaga og hvenær ákvæðinu hefði verið beitt og barst minnisblað frá skrifstofu Alþingi tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjöldin hófst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól Alþingis í dag til að krefjast svara.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra

Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta.

Innlent
Fréttamynd

Hríðskotabyssa í poka kom Ís­lendingi á lista CIA

Ástæða þess að nafn Íslendings var að finna á eins konar válista bandarísku leyniþjónustunnar árið 1970 virðist hafa verið sú að þessi Íslendingur hafði óvart mætt með hríðskotabyssu þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland nokkrum árum áður.

Innlent
Fréttamynd

Telja já­kvæðu skrefin of fá

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Staðan á Al­þingi og refsilaus vændiskaup

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að veiðigjaldið verði inn­leitt í skrefum

Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum.

Innlent
Fréttamynd

Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“?

Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Veður­blíða víða um land

Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Veður