Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1.12.2025 17:34
Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Myndskeið Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir bókstafaeinkunnkerfið féll í grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Þingmaðurinn talaði sjálfur fyrir kerfinu þegar hann var skólastjóri. Innlent 1.12.2025 17:18
Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. Innlent 1.12.2025 17:09
Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent 1.12.2025 15:20
Hæstiréttur byrjaður á Instagram Til þess að auka frekar aðgengi að Hæstarétti og miðla upplýsingum um hann hefur verið ákveðið að rétturinn opni í eigin nafni síðu á samfélagsmiðlinum Instagram, undir heitinu haestiretturislands. Innlent 1.12.2025 12:57
Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir leiðsögumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af aðgengi að Skógafossi en nýtt bílastæði hefur verið tekið í notkun. Það er utan friðlýsts svæðis og fjær fossinum en eldra bílastæðið sem verður lokað þann 1. janúar. Innlent 1.12.2025 12:03
Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Í hádegisfréttum fjöllum við um Orkuspá fyrir næstu 25 ár sem kynnt var í morgun. Innlent 1.12.2025 11:36
Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón. Innlent 1.12.2025 11:13
Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna. Innlent 1.12.2025 11:05
Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Innlent 1.12.2025 10:44
Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. Innlent 1.12.2025 10:27
Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 1.12.2025 10:05
Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23
Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026. Innlent 1.12.2025 08:37
Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. Innlent 1.12.2025 08:25
Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Innlent 1.12.2025 08:02
Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Þingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins krefjast nú svara við því hvort að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi gefið fyrirskipun um að skjóta alla um borð í bátum sem herinn hefur grandað á Karíbahafi. Erlent 1.12.2025 07:50
Blæs hressilega af austri Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli. Veður 1.12.2025 07:05
Tilnefndu mann ársins 2025 Lesendum Vísis og hlutsendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2025 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. Innlent 1.12.2025 07:01
Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. Innlent 1.12.2025 07:00
Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Rannsóknir BBC og lækna í Georgíu benda til þess að yfirvöld í landinu hafi notað efnavopn sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni gegn mótmælendum í fyrra. Erlent 1.12.2025 06:53
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 1.12.2025 06:31
Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga í gærkvöldi eða nótt sem grunaðir eru um að hafa verið ólöglega hér á landi. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Innlent 1.12.2025 06:19
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. Erlent 30.11.2025 23:49
Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. Innlent 30.11.2025 23:02