Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02
Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hefur verið boðið fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu. Innlent 23.12.2025 21:58
Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði. Innlent 23.12.2025 20:05
Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. Erlent 23.12.2025 16:34
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Medellín í Kólumbíu, grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku. Meint brot átti sér stað aðfaranótt 6. desember síðastliðinn. Innlent 23.12.2025 15:45
Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra. Innlent 23.12.2025 15:44
Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024. Innlent 23.12.2025 15:32
Svanhildur Sif heiðruð Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Í tilkynningu frá bænum segir að Svanhildur hafi undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda. Innlent 23.12.2025 15:15
Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. Erlent 23.12.2025 15:14
Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Íslensk netverslun auglýsir allt að áttatíu prósent afslátt en við nánari athugun var síðan búin til af gervigreind fyrir örfáum dögum. Slíkar vefsíður eru búnar til til að stela kortanúmerum af saklausum kaupendum að sögn forstöðumanns CERT-IS. Innlent 23.12.2025 14:52
Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. Innlent 23.12.2025 13:33
Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um hið sorglega bílslys sem varð á dögunum í Suður-Afríku þar sem íslensk stúlka lét lífið ásamt ömmu sinni. Innlent 23.12.2025 11:37
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. Innlent 23.12.2025 11:33
Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Einstaklingur var sektaður um 240 þúsund krónur fyrir að beita hund ofbeldi, þar á meðal að sparka ítrekað í hann. Mast sektaði fjölda dýraeigenda fyrir vanbúnað en vegna þess þurfti að aflífa fjölda dýra. Innlent 23.12.2025 11:20
Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Þjóðleikhúsinu og Eyjólfur Gíslason í stöðu mannauðsstjóra. Innlent 23.12.2025 11:19
Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistað á Ísafirði í apríl 2023. Innlent 23.12.2025 11:08
Ekið á konu á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn. Innlent 23.12.2025 10:43
Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna. Innlent 23.12.2025 09:27
Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið. Innlent 23.12.2025 09:11
„Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti í gærkvöldi eins konar uppgjörspistil við slaufunaræðið sem gekk yfir Ísland fyrir nokkrum árum – það hafi ekki verið í lagi. Innlent 23.12.2025 09:00
Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Stjórnvöld í Kína og Rússlandi hafa lýst yfir stuðningi við Venesúela, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til stjórnarskipta í landinu og stöðvað olíuflutningaskip og hótað því að halda olíunni eða selja. Erlent 23.12.2025 07:56
Skapari Call of Duty lést í bílslysi Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára. Erlent 23.12.2025 07:53
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. Veður 23.12.2025 07:09
Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að til standi að smíða nýja kynslóð orrustuskipa, sem verða stærri, hraðskreiðari og „hundrað sinnum öflugri“ en nokkur önnur herskip. Þá verður þessi nýja gerð nefnd eftir Trump; „Trump class“. Erlent 23.12.2025 07:06