Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent
Fréttamynd

Stór­aukið fjár­magn til Frú Ragn­heiðar

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður.

Innlent
Fréttamynd

Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild

Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess.

Innlent
Fréttamynd

Bæta hjóla- og göngu­stíga í Breið­holti, Grafar­holti og í Elliða­ár­dal

Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Lítið snjó­flóð féll á snjótroðara í Hlíðar­fjalli

Lítið snjóflóð féll á snjótroðara sem var við vinnu í Hlíðarfjalli í gær. Starfsmaður slasaði sig ekki og ekkert tjón varð á troðaranum þegar flóðið féll á hliðina á honum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir starfsmann hafa komið sér niður af fjallinu eftir flóðið.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótasamningur Sjúkra­trygginga og SÁÁ

Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einka­rekinna fjöl­miðla

Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn.

Innlent
Fréttamynd

Draga til­vist neðanjarðarhafs á Títan í efa

Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Logi kynnti að­gerðir í þágu fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Bústaða­kirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Af­ríku

Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stormur gæti skollið á landið á að­fanga­dag

Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort jólin í ár verði rauð eða hvít. Hann tekur þó fram að hæð verður yfir landinu með rólindis veðri eftir jóladag en búast megi við því að hvöss suðvestanátt lendi á landinu á aðfangadag.

Innlent