Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. Innlent 24.11.2025 22:13
Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð. Innlent 24.11.2025 21:31
Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24.11.2025 20:34
Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Í gær var vígður minnisvarði til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson, formann Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést við æfingar í straumvatnsbjörgun í Tungufljóti þann 3. nóvember 2024. Innlent 24.11.2025 15:03
Svakalegur lax á Snæfellsnesi Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Innlent 24.11.2025 15:00
„Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins. Erlent 24.11.2025 13:22
„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Innlent 24.11.2025 13:01
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43
Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. Innlent 24.11.2025 12:15
Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24.11.2025 12:02
Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Tilfellum þar sem fólk fellur fyrir svikastarfsemi fer fjölgandi að sögn forstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sveitinni hefur undanfarnar tvær vikur borist fjöldi tilkynninga um svokallaðar vefveiðar auk svika í gegnum símtöl þar sem óprúttnir aðilar beita fyrir sig íslenskum númerum. Innlent 24.11.2025 11:58
Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Í hádegisfréttum verður rætt við varðstjóra á Norðurlandi vestra sem segir mikla mildi að ekki hafi farið verr þegar þrír bílar með alls fjórtán innanborðs skullu saman fyrir utan Blönduós í gær. Innlent 24.11.2025 11:35
Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani. Innlent 24.11.2025 11:13
Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Innlent 24.11.2025 11:05
Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Fjölskylda og vinir fimmtugs bresks karlmanns sem lést í brúðkaupsferð sinni til Íslands í október safna fyrir jarðarför hans sem fer fram eftir viku. Bretinn var kallaður Víkingurinn. Innlent 24.11.2025 10:43
Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár. Innlent 24.11.2025 10:20
Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Fyrrverandi ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í Arizona og leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játaði sig sekan um að falsa undirskriftir til stuðnings framboðs síns í fyrra. Hann hafði verið virkur talsmaður stoðlausra samsæriskenninga um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020. Erlent 24.11.2025 08:27
Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Innlent 24.11.2025 08:21
Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24.11.2025 08:04
Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Búast má við allt að átta stiga frosti í dag og él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Annars hæg breytileg átt og bjart með köflum en bætir í suðaustanáttina vestanlands seint í kvöld. Á morgun má búast við rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum og fer hlýnandi eftir því sem líður á morgundaginn en hiti þó um eða yfir frostmarki. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt Vegagerðinni. Innlent 24.11.2025 07:33
Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Innlent 24.11.2025 07:03
Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Innlent 24.11.2025 06:52
Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. Erlent 24.11.2025 00:26
Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni. Erlent 23.11.2025 23:35