Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Erlent 23.2.2025 09:58
Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 23.2.2025 09:32
Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Maður á fimmtugsaldri sem varð fyrir stunguárás á heimili sínu í Kópavogi á sunnudagsmorgni árið 2022 segist hafa óttast um son sinn sem var í næsta herbergi á meðan árásin átti sér stað. Sonurinn hefði ekki ráðið við árásarmanninn. Innlent 23.2.2025 09:26
Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins. Innlent 22.2.2025 20:59
Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Innlent 22.2.2025 19:16
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. Erlent 22.2.2025 18:26
Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.2.2025 18:07
Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. Innlent 22.2.2025 18:01
Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. Innlent 22.2.2025 17:01
Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Innlent 22.2.2025 15:56
Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar. Innlent 22.2.2025 14:49
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55
Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Innlent 22.2.2025 13:04
Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Innlent 22.2.2025 12:24
Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. Innlent 22.2.2025 12:21
Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á aðdraganda þess að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað. Málið sé með öllu óásættanlegt. Innlent 22.2.2025 11:43
Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. Innlent 22.2.2025 11:10
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22.2.2025 10:07
Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. Erlent 22.2.2025 09:37
„Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Ásgeir Tranberg varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu föður síns sem barn. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá meðal annars fram að um væri að ræða eitt alvarlegasta barnaverndarmál síðari ára. Faðir hans var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ásgeir varð jafnframt fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fleiri en eins manns - sambýlismanna móður sinnar. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við viðbrögð fagaðila og heilbrigðiskerfisins eftir að hann greindi frá kynferðisofbeldinu. Innlent 22.2.2025 08:04
Slydda og snjókoma fyrir norðan Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki. Veður 22.2.2025 07:43
Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða mann í gærkvöld eða nótt vegna þess að hann hafði fest sig úti í fjöru við utanvegaakstur. Innlent 22.2.2025 07:30
Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Innlent 21.2.2025 23:23
Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Innlent 21.2.2025 23:02