Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Erlent 14.10.2024 12:02
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Erlent 13.10.2024 13:56
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Erlent 3.10.2024 09:50
Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Starfsmenn SpaceX skutu í morgun fjórum borgurum af stað á braut um jörðu. Geimferð þessi nefnist Polaris Down og ætla geimfararnir meðal annars að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Erlent 10. september 2024 09:50
Farið lent en fararnir urðu eftir Mannlaust Starliner-geimfar flugvélarisans Boeing lenti seint í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Geimferðin er sú fyrsta sem Boeing leggur í og reyndist ákaflega misheppnuð. Geimfararnir tveir, sem dvalið hafa í flauginni í rúma þrjá mánuði eru ekki á leið til jarðar í bráð. Erlent 7. september 2024 21:00
Jöklafræðingur heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga Íslenskur jöklafræðingur sem helgar stóran hluta frítíma síns athugunum á næturhimninum var gerður heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í síðasta mánuði. Hann segir vægi áhugastjarnfræðinga sífellt að aukast. Innlent 3. september 2024 07:01
Geimvísindastofnun Íslands stóð fyrir fundi í Grósku Opinn fundur Alþjóðlega vinnuhópsins um kannanir reikistjörnunnar Mars (IMEWG) fór fram í Grósku í kvöld. IMEWG kom saman hér á landi í boði Geimvísindastofnun Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem fundurinn er opinn almenningi. Innlent 2. september 2024 21:49
Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2. september 2024 11:13
Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Erlent 8. ágúst 2024 10:25
Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26. júlí 2024 14:37
Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12. júlí 2024 12:06
Loftbelgur frá NASA svífur yfir Austurlandi Loftbelgur hefur sést svífa í háloftunum yfir Austurlandi í dag og margar kenningar hafa fæðst um hvaða fljúgandi furðuhlutur þetta sé. Sumir hafa haldið að um sé að ræða kínverskan eða rússneskan njósnabelg en aðrir einkennilega blöðrulaga ský. Sannleikurinn er sá að belgurinn er rannsóknarloftbelgur frá bandarísku heimvísindastofnuninni NASA. Innlent 11. júlí 2024 23:30
Kínversk geimflaug hrapaði til jarðar Eldflaug sem skotið var á loft fyrir slysni við æfingu hrapaði til jarðar rétt fyrir utan borg í Kína í gær og sprakk. Engan sakaði samkvæmt fyrstu rannsókn á vettvangi en stærðarinnar sprenging var á svæðinu. Erlent 1. júlí 2024 07:35
Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25. júní 2024 06:40
Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9. júní 2024 08:12
Bein útsending: Fjórða flugferð Starship Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. Viðskipti erlent 6. júní 2024 12:02
Rússar sagðir hafa skotið geimvopni á sporbaug Bandaríkjamenn segja að Rússar hafi skotið á loft gervihnetti í síðustu viku sem þeir telja að sé vopnum búinn og geti því skotið aðra gervihnetti niður. Erlent 22. maí 2024 07:39
Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Erlent 20. maí 2024 10:09
Evrópa böðuð bleiku Óvenju sterkur sólstormur skapaði í nótt umfangsmikla ljósasýningu á stórum hluta jarðarinnar. Himininn yfir Evrópu var víða bleikur á litinn og norðurljós sáust víða um heimsálfuna. Erlent 11. maí 2024 07:57
Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Erlent 8. maí 2024 15:54
Geimskoti Starliner var frestað í nótt Fyrirhuguðu geimskoti Starliner geimfarsins frá Boeing var frestað í nótt, tveimur tímum fyrir flugtak frá Canaveral höfða í Flórída. Erlent 7. maí 2024 07:23
Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Innlent 7. maí 2024 07:01
Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Erlent 6. maí 2024 23:02
Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Erlent 3. maí 2024 13:50
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent