Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Sérsveitin mætti í úti­legu MRinga

Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að koma út í lífið með verri for­gjöf, hvernig til­finning er það?

Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­nám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórn­valda

Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf er lykill að fram­tíðinni

Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?

Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Falsaði fleiri bréf

Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum

Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endur­greiða

Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Falsaði bréf frá skóla­stjóra á kostnað Kennara­sam­bandsins

Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið.

Innlent
Fréttamynd

Læknanemar fái víst launa­hækkun

Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna

Nú ætla ég að skrifa grein sem allir skilja og e.t.v. fleiri geta tekið undir. Það hafa þónokkrir skrifað þessa eða svipaða grein undanfarin misseri og bið ég því lesendur fyrirfram afsökunar á endurtekningunni. Það verður þó ekki annað séð en að það sé þarft að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar enginn er að hlusta.

Skoðun