Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. Erlent 24.11.2025 00:26
Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Kash Patel, umdeildur yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur aftur vakið hneykslan vestanhafs eftir að hann sendi sérsveit lögreglumanna til að vernda kærustu sína. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota einkaþotu FBI til að heimsækja hana og fara á tónleika með henni. Erlent 23.11.2025 14:50
Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna. Erlent 23.11.2025 08:46
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Erlent 21. nóvember 2025 13:30
Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. Erlent 21. nóvember 2025 10:57
Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Erlent 21. nóvember 2025 10:33
Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar. Erlent 20. nóvember 2025 16:03
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20. nóvember 2025 14:38
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20. nóvember 2025 09:48
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20. nóvember 2025 07:22
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20. nóvember 2025 07:01
Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana. Erlent 19. nóvember 2025 16:44
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19. nóvember 2025 13:30
Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Cristiano Ronaldo var meðal gesta í Hvíta húsinu í gær þegar hann mætti í veglegan veislukvöldverð til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fótbolti 19. nóvember 2025 11:31
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Erlent 19. nóvember 2025 06:31
Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. Erlent 18. nóvember 2025 22:59
Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Erlent 18. nóvember 2025 14:19
Ronaldo hittir Trump í dag Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að hitta Donald Trump og í dag verður honum að þessari ósk sinni. Fótbolti 18. nóvember 2025 14:00
Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Fótbolti 18. nóvember 2025 06:30
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 17. nóvember 2025 06:37
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16. nóvember 2025 08:14
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15. nóvember 2025 10:35
Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans. Viðskipti erlent 15. nóvember 2025 08:02
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14. nóvember 2025 22:25