Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engin niður­staða á annars „gagn­legum“ fundi

Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti Hondúras laus eftir náðun Trumps

Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði þvert yfir Banda­ríkin til að skjóta tvo her­menn

Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi.

Erlent
Fréttamynd

Bað for­sætis­ráð­herra Japan að ögra ekki Kín­verjum

Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­skipar ítar­legar rann­sóknir á öllum Afgönum í Banda­ríkjunum

Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Tveir þjóð­varð­liðar skotnir ná­lægt Hvíta húsinu

Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. 

Erlent
Fréttamynd

Þriðja málið gegn Trump fellt niður

Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa ekki hafa al­vöru á­huga á við­ræðum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd.

Erlent
Fréttamynd

Sagði ráð­gjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til

Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn segja Trump reyna að hræða þá með rann­sókn FBI

Sex þingmenn Demókrataflokksins segja starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja ræða við þá, vegna umdeilds myndbands sem þeir birtu á dögunum. Í því myndbandi hvöttu þingmennirnir starfandi hermenn og starfsmenn leyniþjónusta til að neita að fylgja skipunum Donalds Trump, forseta, ef þær skipanir væru ólöglegar.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin

Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærur gegn Comey og James felldar niður

Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Skrifa ný drög að friðar­á­ætlun

Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land.

Erlent
Fréttamynd

Hefur látið sér­sveitar­menn FBI vernda kærustu sína

Kash Patel, umdeildur yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur aftur vakið hneykslan vestanhafs eftir að hann sendi sérsveit lögreglumanna til að vernda kærustu sína. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota einkaþotu FBI til að heimsækja hana og fara á tónleika með henni.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn segja eitt en Rubio annað: Marg­saga um upp­runa og til­gang friðartillagnanna

Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump býður upp á upp­skrift að stríði og spillingu – ekki friði

28 punkta „friðaráætlunin“ sem Bandaríkin og Rússland vilja þröngva upp á Úkraínu og Evrópu er rangnefni. Þetta er engin friðaráætlun. Hún er þess í stað upplegg sem veikir Úkraínu, skapar sundrung milli Bandaríkjanna og Evrópu og undirbýr jarðveginn fyrir stærra stríð í framtíðinni.

Umræðan
Fréttamynd

Hættir á þingi vegna deilna við Trump

Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

Pútín tekur vel í „friðar­á­ætlun Trumps“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt.

Erlent