Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sæti í svonefndu „friðarráði“ sínu um uppbyggingu Gasastrandarinnar. Ekki er ljóst hvort að sömu kröfur verði gerðar til Pútín og til annarra leiðtoga sem eru sagðir hafa fengið slíkt boð. Erlent 19.1.2026 11:15
Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Bandaríkjaforseti segist ekki lengur telja sig skyldugan til að hugsa aðeins um frið í heiminum eftir að hann hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Þetta skrifar hann í bréfi til forsætisráðherra Noregs þar sem hann ítrekar hótanir vegna Grænlands. Erlent 19.1.2026 08:54
Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. Erlent 19.1.2026 06:38
Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. Lífið 18. janúar 2026 10:41
Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað. Erlent 18. janúar 2026 10:01
Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum. Erlent 18. janúar 2026 09:02
Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman. Erlent 18. janúar 2026 07:49
Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland. Erlent 17. janúar 2026 23:24
Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. Erlent 17. janúar 2026 20:45
Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Frakklandsforseti segir að Evrópulönd muni svara fyrirhuguðum Grænlandstollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, taki þeir gildi. Hótanir Bandaríkjamannsins séu óásættanlegar og dragi ekki úr stuðningi Frakklands við Danmörku. Erlent 17. janúar 2026 19:09
Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. Innlent 17. janúar 2026 18:43
Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. Erlent 17. janúar 2026 18:38
Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Forsetinn hótar nú vinalöndum Grænlands með tolli, í von um að það auðveldi Bandaríkjamönnum að leggja landið undir sig. Erlent 17. janúar 2026 17:59
Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Donald Trump hyggst leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. Erlent 17. janúar 2026 16:37
Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Fjöldafundir til stuðnings Grænlandi fara nú fram víðs vegar um Danmörku. Mikill fjöldi fólks hefur komið saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og sömuleiðis í Árósum, Óðinsvéum og Álaborg. Erlent 17. janúar 2026 13:58
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður. Erlent 17. janúar 2026 11:49
Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum. Erlent 17. janúar 2026 09:15
Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist mögulega ætla að beita ríki þar sem ráðamenn eru ekki fylgjandi ætlunum hans varðandi yfirtöku Grænlands tollum. Erlent 16. janúar 2026 16:08
Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. Erlent 16. janúar 2026 12:39
Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels María Corina Machado, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels. Þetta hafi hún gert „til að viðurkenna einstaka skuldbindingu hans við frelsi okkar.“ Erlent 16. janúar 2026 00:06
Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna. Erlent 15. janúar 2026 16:34
Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. Innlent 15. janúar 2026 15:20
Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef ráðamenn í Minnesota, sem hann kallar spillta, fylgi ekki lögum og stöðvi mótmæli gegn útsendurum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE), muni hann taka yfir stjórn þjóðvarðliðs ríkisins eða mögulega senda þangað hermenn. Erlent 15. janúar 2026 13:34
Kennir Selenskí enn og aftur um Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, standi í vegi friðar í Úkraínu en ekki Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Trump heldur því fram að Pútín vilji binda enda á innrás sína í Úkraínu, sem hefur staðið yfir í tæp fjögur ár, en Selenskí vilji það ekki. Erlent 15. janúar 2026 11:28