Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist mögulega ætla að beita ríki þar sem ráðamenn eru ekki fylgjandi ætlunum hans varðandi yfirtöku Grænlands tollum. Erlent 16.1.2026 16:08
Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands „Ég er hér í dag vegna þess að milljónir Bandaríkjamanna hafa þungar áhyggjur af orðræðunni um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, annað hvort með því að kaupa landið eða beita hervaldi,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeanne Shaheen nú fyrir hádegi. Erlent 16.1.2026 12:39
Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels María Corina Machado, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa afhent Donald Trump Bandaríkjaforseta friðarverðlaun Nóbels. Þetta hafi hún gert „til að viðurkenna einstaka skuldbindingu hans við frelsi okkar.“ Erlent 16.1.2026 00:06
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent 15.1.2026 10:35
Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn. Erlent 15. janúar 2026 08:53
Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið fullvissaður um að stjórnvöld í Íran séu ekki lengur að drepa mótmælendur í landinu en að hann muni fylgjast með stöðu mála og sjá til með mögulegar hernaðaraðgerðir. Erlent 15. janúar 2026 06:37
Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti. Erlent 14. janúar 2026 22:43
Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Danmerkur og Grænlands, auk varaforseta Bandaríkjanna, hafa sammælst um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. Erlent 14. janúar 2026 11:40
Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. Erlent 14. janúar 2026 10:47
Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. Erlent 14. janúar 2026 10:44
Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að hætta að taka tillit til dauðsfalla og áhrifa á heilsu fólks þegar hún semur reglur um loftmengun. Aðeins verður litið til þess hvað það kostar fyrirtæki að fylgja reglunum. Erlent 14. janúar 2026 09:16
Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. Erlent 14. janúar 2026 08:12
Trump segir Nielsen í vondum málum Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög. Erlent 14. janúar 2026 07:42
Trump sýndi verkamanni puttann Donald Trump Bandaríkjaforseti sást sýna verkamanni puttann í heimsókn sinni í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í dag. Atvikið átti sér stað eftir að starfsmaðurinn virtist saka forsetann um að slá skjaldborg um barnaníðinga. Erlent 13. janúar 2026 23:09
Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina. Erlent 13. janúar 2026 20:21
„Við veljum Danmörku“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins. Erlent 13. janúar 2026 15:22
Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn. Erlent 13. janúar 2026 11:14
Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13. janúar 2026 10:39
Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. Erlent 13. janúar 2026 07:34
Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka á móti venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum Maríu Corinu Machado í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. Erlent 13. janúar 2026 07:19
Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins. Erlent 12. janúar 2026 16:58
Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli. Erlent 12. janúar 2026 16:44
Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans. Erlent 12. janúar 2026 09:52
Trump íhugar íhlutun í Íran Bandaríkjamenn íhuga nú afskipti af ólgunni í Íran þar sem átökin á mili stjórnvalda og mótmælenda verða sífellt blóðugri. Erlent 12. janúar 2026 07:17
Danir standi á krossgötum Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið. Erlent 12. janúar 2026 06:36