Innlent

Mætast í Pallborðinu á loka­sprettinum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu á morgun.
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mætast í Pallborðinu á morgun. Vísir

Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. 

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Pétur Marteinsson athafnamaður vilja bæði leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjör fer fram laugardaginn 24. janúar næstkomandi og því síðasti séns fyrir frambjóðendurna að laða að sér óákveðna kjósendur. 

Pallborðið hefst klukkan 13 á morgun, föstudag, og eru áhorfendur hvattir til að senda inn spurningar til frambjóðenda á netfangið bjarkisig@syn.is í dag. 

Frambjóðendurnir mættu í spjall í Bítið á Bylgjunni í morgun. Kannski kvikna spurningar hjá lesendum við að hlusta á viðtalið?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×