Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán syðst eftir hádegi. Veður 5.11.2025 07:01
Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en aðeins hvassari á Vestfjörðum í fyrstu. Veður 4.11.2025 07:11
Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Víðáttumikil lægð suður af landinu beinir norðaustlægri átt að landinu í dag. Víða verður kaldi eða strekkingur, en hægari norðaustantil. Veður 3.11.2025 07:09
Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Veður 30.10.2025 08:23
Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. Veður 30.10.2025 07:12
Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mældi nýtt met í snjódýpt í mælareit Veðurstofunnar á Bústaðavegi klukkan níu í morgun. Nýtt met fyrir snjódýpt í Reykjavík í október er nú 40 sentímetrar og bættust þannig þrettán sentímetrar við það met sem slegið var í gær þegar snjódýptin var mæld 27 sentímetrar. Veður 29.10.2025 13:54
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. Veður 28.10.2025 23:34
Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist. Veður 28.10.2025 18:15
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28.10.2025 13:58
Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó G. Pétur Matthíasson, upplýsingfulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vel hafi gengið í morgun að ryðja götur og það hjálpi til að snjórinn sé blautur. Veður 28.10.2025 09:13
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 28.10.2025 08:30
Mildari spá í kortunum Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. Veður 27.10.2025 17:17
Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna snjókomunnar sem von er á suðvestantil á landinu á morgun. Veður 27.10.2025 09:58
Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Útlit er fyrir norðaustan golu eða kalda í dag þar sem verður skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Veður 27.10.2025 07:03
Frost komst í fjórtán stig í nótt Það var hægur vindur og kalt á landinu í nótt og komst frost í þrettán til fjórtán stig á nokkrum stöðvum norðaustanlands. Veður 24.10.2025 07:05
Norðanáttin gengur niður Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi. Veður 23.10.2025 07:09
Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. Veður 22.10.2025 20:55
Stormur eða hvassviðri suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa. Veður 22.10.2025 07:26
Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins. Veður 21.10.2025 10:01
Svöl norðanátt og hálka á vegum Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða. Veður 21.10.2025 06:56
Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20.10.2025 22:28
Rigning eða slydda suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, strekkingi nokkuð víða og hvassast á Vestfjörðum. Veður 20.10.2025 06:42
Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. Veður 19.10.2025 09:39
Hægviðri og þokusúld framan af degi Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra. Veður 18.10.2025 08:02