Veður

Fréttamynd

Hlýtt og rakt loft yfir landinu

Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri á landinu

Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag.

Veður
Fréttamynd

Hæg­viðri og hiti að ní­tján stigum

Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til.

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt og víðast hvar væta

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Hlýjast suðaustantil

Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Hitamet aldarinnar slegið

Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi.

Veður
Fréttamynd

Úr­koma í öllum lands­hlutum

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum í dag með úrkomu í öllum landshlutum, ýmist skúrum eða rigningu, enda sé lægð vestan við landið á leið austur yfir landið.

Veður
Fréttamynd

„Það er nóg eftir af sumrinu“

„Það er nóg eftir af sumrinu. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé að kólna. Þó það hafi komið ein frostnótt, þá er það engin vísbending um að sumarið sé að verða búið eða komið haust fyrr en venjulega. Síður en svo.“

Veður
Fréttamynd

27 daga frost­lausum kafla lokið

Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí.

Veður
Fréttamynd

Borgar­búar fá annan góð­viðris­dag

Grunn lægð gengur til norðausturs fyrir suðaustan land í dag, áttin verður því norðlæg eða breytileg og vindur fremur hægur. Dálítil væta norðaustan- og austanlands, og samfelld rigning allra syðst, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Viðrar vel til gleði­göngu

Minnkandi lægðasvæði austur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því norðlæg eða norðvestlæg, víða gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu suðvestan- og vestantil.

Veður
Fréttamynd

Dá­lítil væta en fremur hlýtt

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðvestlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Það mun smám saman þykkna upp og má reikna með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en skúrir á stöku stað í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður