Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Vindhraði á landinu er nú á niðurleið og verður hann orðinn hægur víðast hvar síðdegis. Það er léttskýjað á austanverðu landinu, en vestantil eru dálítil él á sveimi, en þeim fækkar eftir því sem líður á daginn. Veður 10.12.2024 07:13
Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Veður 9.12.2024 23:47
Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Lægðir á Grænlandssundi og hæð yfir Skotlandi stýra veðrinu í da gen draga mun úr vindi og úrkomu með morgninum. Veður 9.12.2024 07:12
Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Vindur er nú víðast hvar hægur á landinu og verður bjart með köflum og hörkufrost, en það fór yfir tuttugu stig á nokkrum veðurstöðvum í nótt. Það blæs þó nokkuð við suðausturströndina og þar eru einhverjir úrkomubakkar á sveimi. Veður 29.11.2024 07:10
Kaldri norðlægri átt beint til landsins Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 28.11.2024 07:11
Gul viðvörun á Vestfjörðum Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö í nótt. Veður 27.11.2024 19:59
Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir yfirgnæfandi líkur á óveðri á Austurlandi og hríðarveðri á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum á kjördag. Hann segir líklegt að einhverjir vegir teppist á kjördag. Veður 27.11.2024 08:34
Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. Veður 27.11.2024 07:14
Hiti að sex stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, í dag. Spáð er dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á austanverðu landinu. Veður 26.11.2024 07:08
Norðanátt og éljalofti beint til landsins Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til. Veður 25.11.2024 07:05
Áfram kalt og bætir í vind á morgun Hæð yfir Grænlandi og víðáttumikil lægð yfir Skandinavíu stýra veðrinu í dag þar sem búast má við norðaustlægri átt, víða stinningsgolu eða strekkingi og lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi. Það mun svo bæta þar í ofankomu seint í dag. Veður 22.11.2024 07:04
Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga átt í dag þar sem víða verður stinningsgola en allhvasst á Austfjörðum fyrripart dags. Veður 21.11.2024 07:24
Áfram köld og norðlæg átt Hæð yfir Grænlandi og lægð við vesturströnd Noregs beina áfram til okkar kaldri norðlægri átt, víða átta til fimmtán metra á sekúndu, og éljum. Lengst af verður þurrt og bjart sunnantil á landinu. Veður 19.11.2024 07:09
Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Hæð yfir Grænlandi og víðáttumikil lægð yfir Skandinavíu beina nú í sífellu heimskautalofti úr norðri til landsins. Þessi staða veðrakerfa virðist ætla að verða þrálát og því er líklegt að það verði kalt í veðri hjá okkur alla vikuna. Veður 18.11.2024 07:08
Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Gular viðvaranir vegna hríðarveðurs gilda fram eftir morgni á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Viðvörun vegna hvassviðris eða storms gildir á Suðurausturlandi fram til klukkan 16 í dag. Veður 16.11.2024 08:05
Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi estra, Austurlandi og Suðausturlandi vegna norðvestan stórhríðar sem mun skella landið á morgun. Áður var búið að gefa út gular viðvaranir á landinu öllu vegna óveðursins, en gular viðvaranir verða áfram í gildi í öðrum landshlutum. Veður 14.11.2024 11:21
Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag og hlýtt í veðri. Súld eða rigning, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Veður 14.11.2024 07:17
Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi á norður- og austurhluta landsins og eru viðvaranir í gildi fram eftir degi á þeim svæðum. Það verður heldur hægari vindur suðvestan- og vestanlands. Veður 13.11.2024 07:07
Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. Veður 12.11.2024 10:57
Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi víða með rigningu framan af degi en síðan skúrum en norðaustan- og austanlands verði allhvöss suðvestanátt og bjartviðri. Veður 12.11.2024 07:11
Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. Veður 11.11.2024 23:24
Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna sunnan hvassviðris eða storms. Veður 11.11.2024 10:03
Allt að tuttugu stiga hiti Hiti gæti náð allt að tuttugu stigum á norðaustanverðu landinu síðdegis í dag. Enn ein lægðin gengur yfir landið úr suðri með ofgnótt af hlýju og röku lofti. Veður 11.11.2024 07:00
Næsta lægð væntanleg á morgun Í dag er spáð suðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu, en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðanlands. Vestan og suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu kringum hádegi, skúrir og heldur kólnandi, en lengst af þurrt norðaustantil. Hægari suðvestanátt í nótt. Veður 10.11.2024 08:10