
Veður

Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél.
Fréttir í tímaröð

Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið
Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð nú á hreyfingu norðaustur yfir landið og fylgir henni öflugt úrkomusvæði og rignir því víða á landinu en snjóar sums staðar fyrir norðan.

Suðvestanátt með skúrum víða um land
Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum
Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt i dag þar sem búast má við vætu af og til allvíða um land. Hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu.

Mild sunnanátt og dálítil væta
Hæð yfir Skotlandi dælir mildri sunnanátt til landsins í dag, með strekkings vindi norðvestantil en heldur hægari annars staðar.

Væta af og til
Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig.

Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans
Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu, og éljum á norðaustanverðu landinu. Bjart verður að mestu sunnanlands.

Hiti að tíu stigum en víða næturfrost
Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna.

Vestlæg átt leikur um landið
Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra.

Víða allhvass vindur norðantil síðdegis
Skammt suðvestur af landinu er nú háþrýstisvæði en norðan af landinu er smálægð sem nálgast og veldur vaxandi vestanátt á norðanverðu landinu.

Yfirleitt hægur vindur en allvíða él
Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.

Breytileg átt og einhver él á sveimi
Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands.

Rólegt veður næstu daga
Nokkrar lægðar eru nú á sveimi í kringum Ísland en þrátt fyrir það verður veðrið frekar rólegt næstu daga. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi í dag og stöku éljum á víð og dreif, en sólin mun einnig á sig kræla í flestum landshlutum.

Vindasamt og rigning
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu.

Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt
Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum.

Slydda og snjókoma víða um land
Djúp og kröpp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beinir nú éljalofti til landsins, en hiti er nærri frostmarki víða hvar.

Appelsínugular viðvaranir í kortunum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir á Suðurlandi, í Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Öflug lægð nálgast landið
Öflug lægð nálgast landið frá Grænlandshafi og blæs óstöðugu éljaloft. Gengur því á með suðvestanhvassviðri- eða stomri og dimmum éljum, en hvassast er í hryðjum suðvestantil.

Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land
Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra og á Miðhálendinu fyrri partinn í dag. Búist er við slæmu skyggni og færð á vegum.

Lægðagangur og umhleypingar næstu daga
Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi.

Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld
Útlit er fyrir suðvestanátt á landinu í dag þar sem víða verður stinningsgola en sums staðar strekkingur. Gera má ráð fyrir éljum sunnan- og vestanlands, en að verði úrkomulítið norðaustantil.

Von á stormi
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna sunnan og suðaustan hvassviðris, storms og hríðar.

Frost að sjö stigum og von á næstu lægð
Dálítil lægð gengur austur yfir landið í dag og fylgir henni vestlæg eða breytileg átt.