Hvassviðri syðst á landinu Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu. Veður 8.12.2025 07:31
Smá rigning eða slydda víða Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina. Veður 7.12.2025 07:25
Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst. Veður 6.12.2025 07:30
Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna snjókomu á suðvesturhorninu. Veðurfræðingur spáir talsverðri snjókomu sem geti náð fjörutíu sentimetra dýpt. Veður 29.11.2025 15:42
Gul viðvörun vegna snjókomu Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á suðvesturhorni landsins þar sem búist er við talsverðri snjókomu. Veður 29.11.2025 11:43
Snjókoma í kortunum Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt, með þremur til tíu metrum á sekúndu, og skýjað með köflum en él austanlands. Á Suður- og Vesturlandi er spáð snjókomu. Hitinn er tvö til sjö stig í dag, en frost eitt til fimm stig inn til landsins norðan heiða. Veður 29.11.2025 09:44
Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. Veður 28.11.2025 08:22
Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Það stefnir í meiri vind en verið hefur á landinu undanfarið og er að ganga í norðaustan strekking eða allhvassan vind nokkuð víða. Veður 27.11.2025 07:13
Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. Veður 26.11.2025 07:10
Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Veður 25.11.2025 07:19
Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. Veður 24.11.2025 19:20
Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Búast má við suðvestlægri eða breyilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu víðast hvar. Veður 21.11.2025 07:04
Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Lægð kemur upp Grænlandssund og munu skil hennar fara yfir landið, fyrst í kringum hádegi allra vestast. Veður 20.11.2025 07:06
Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum. Veður 19.11.2025 07:08
Frost og víða fallegt vetrarveður Hæg norðlæg eða breytileg átt er nú í vændum og mun blása aðeins austast á landinu þar sem má gera ráð fyrir átta til þrettán metrum á sekúndu. Veður 18.11.2025 07:06
Víða vindasamt á landinu Hæðahryggur liggur yfir landinu og veldur almennt hægum vindum og bjartviðri með köflum í dag og á morgun. Veður 17.11.2025 07:07
Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að það verði töluvert bjartviðri en sums staðar verður þokuloft við suður- og vesturströndina. Veður 16.11.2025 07:36
Skýjað og dálítil él Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi. Veður 15.11.2025 07:15
Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi. Veður 14.11.2025 07:26
Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir vestanátt og skýjuðu veðri í dag. Það verður dálítil rigning eða slydda, einkum síðdegis, en lengst af þurrt sunnanlands. Veður 13.11.2025 07:18
Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld. Veður 12.11.2025 07:00
Gul viðvörun á Austfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun. Veður 11.11.2025 12:23
Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu. Veður 11.11.2025 07:09
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10.11.2025 07:07