Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. Veður 20.1.2025 07:15
Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris. Veður 17.1.2025 07:12
Kólnar í veðri Dálítil lægð er nú á leið norður yfir landið og fylgir henni stíf sunnanátt og rigning nú í morgunsárið. Þó má reikna með hægari vindi og slyddu eða snjókomu norðvestan- og vestantil. Veður 16.1.2025 07:10
Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita. Veður 11.1.2025 09:12
Víða skúrir og hlýnandi veður Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis. Veður 10.1.2025 07:08
Bjart, kalt og hægur vindur Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina. Veður 9.1.2025 07:14
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Lægð yfir Skandinavíu og hæðarhryggur á Grænlandssundi beina nú norðlægri átt til landsins, yfirleitt fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Hvassast verður austantil. Veður 8.1.2025 07:30
Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Smálægð er nú að myndast á Grænlandssundi og nálgast hún landið í dag. Þegar líður á morguninn má því búast við snjókomu eða éljum norðvestantil, og einnig á Suðvesturlandi síðdegis. Veður 7.1.2025 07:48
Norðanáttin getur náð stormstyrk Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 6.1.2025 07:11
Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið. Veður 5.1.2025 07:30
Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Spáð er suðaustan golu eða kalda með slyddu eða snjókomu með köflum á landinu sunnan- og vestanverðu í dag. Á morgun, laugardag, er víða spáð björtu veðri en talsverðu frosti. Veður 3.1.2025 07:27
Dálítil él og frost að tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi. Veður 2.1.2025 07:28
Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. Veður 1.1.2025 08:06
Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Veðurstofan spáir því að þegar nýtt ár gengur í garð verði kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu. Því sé hætt við talsverðri flugeldamengun. Á nýársdag verði fremur hæg norðlæg átt, víða bjart og kalt veður. Veður 31.12.2024 08:44
Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Veður 30.12.2024 10:11
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. Veður 30.12.2024 08:00
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. Veður 29.12.2024 19:42
Útlit fyrir snjókomu vestast Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma. Veður 29.12.2024 08:54
Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag „Í dag keppast smálægðir um að stýra veðrinu hjá okkur,“ segir í textaspá Veðurstofunnar um veðrið í dag. Veður 28.12.2024 07:41
Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Veður 27.12.2024 08:17
Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark. Veður 27.12.2024 07:11
Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Draga á úr vindi og élum í nótt víða á landinu, með slyddu og rigningu í fyrramálið. Enn verður hvasst við suðurströndina. Á næstu dögum er búist við því að kólni töluvert. Veður 25.12.2024 22:55
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. Veður 25.12.2024 07:32
Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veðurspá aðfangadags er miður spennandi en samkvæmt henni stefnir í sannkallað jólahret. Búast má við suðvestanátt í dag, 8-15 m/s og hita í kringum frostmark en síðdegis hvessir rækilega. Veður 24.12.2024 07:29