Eldgos og jarðhræringar Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Innlent 17.7.2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. Innlent 17.7.2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. Innlent 17.7.2023 07:46 „Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. Innlent 16.7.2023 13:44 Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. Innlent 16.7.2023 09:47 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. Innlent 16.7.2023 09:40 Ólga innan björgunarsveita vegna tíu milljóna Grindavíkurstyrks Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu. Innlent 15.7.2023 18:52 Birtir myndir af hrauninu flæða yfir það gamla Í gær flæddi hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút yfir hraunbreiðuna í norðaustanverðum Meradölum sem myndaðist í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021. Innlent 15.7.2023 12:15 Lokað verður áfram að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Innlent 15.7.2023 10:00 Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. Innlent 15.7.2023 07:46 Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Innlent 15.7.2023 07:31 Halldór 15.07.2023 Mynd dagsins eftir Halldór Baldursson. Halldór 15.7.2023 06:01 „Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. Innlent 14.7.2023 21:28 Ása Steinars við gosstöðvarnar: „Ég held að einhver muni deyja hér í kvöld“ Ævintýrakonan og ferðaljósmyndarinn Ása Steinars lét sitt ekki eftir liggja og arkaði upp að eldgosinu í góðra vina hópi í fyrradag. Upplifunina segir hún stórfenglega þó mikill hópur fólks sýni glæfralega hegðun í námundan við gosið. Lífið 14.7.2023 20:01 Fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst. Innlent 14.7.2023 14:34 Varnargalli úr kísilveri nýtist vel við eldgosarannsóknir Eins og flestir vita er hraunið sem nú kemur upp úr jörðinni við Litla-Hrút mjög heitt. Jarðvísindamenn þurfa þó að fara alveg upp að því til þess að taka mikilvæg sýni og þá er eins gott að vera klæddur góðum varnargalla. Innlent 14.7.2023 12:33 Tvö tonn af vatni í senn Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Innlent 14.7.2023 12:01 Svipað hraunrennsli nú og þegar fyrsta gosið náði hámarki Niðurstöður mælinga sem Landmælingar Íslands unnu úr myndum Pleiades gervitunglsins af eldgosinu við Litla-Hrút sýna að meðalhraunrennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum. Innlent 14.7.2023 09:53 Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí. Innlent 14.7.2023 09:52 „Við vonumst eftir því að fá rigningu“ Slökkvilið Grindavíkur var við slökkvistörf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði vatnstank til verksins og Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um sjúkraflutningavakt á svæðinu. Innlent 14.7.2023 08:36 Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. Innlent 14.7.2023 06:25 Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. Innlent 13.7.2023 20:42 Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13.7.2023 16:51 „Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. Innlent 13.7.2023 15:14 Hemjum hamfarahamingjuna Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Skoðun 13.7.2023 15:01 Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. Innlent 13.7.2023 14:28 Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Innlent 13.7.2023 13:12 Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. Innlent 13.7.2023 10:54 Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. Innlent 13.7.2023 10:19 Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Innlent 13.7.2023 07:54 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 133 ›
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Innlent 17.7.2023 11:59
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. Innlent 17.7.2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. Innlent 17.7.2023 07:46
„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“ Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. Innlent 16.7.2023 13:44
Myndband: Þyrla Landhelgisgæslunnar slekkur gróðurelda við Litla-Hrút Þyrla Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf í gærkvöldi við eldstöðvarnar við Litla-Hrút en gróðureldar hafa myndast á svæðinu frá upphafi gossins. Innlent 16.7.2023 09:47
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. Innlent 16.7.2023 09:40
Ólga innan björgunarsveita vegna tíu milljóna Grindavíkurstyrks Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu. Innlent 15.7.2023 18:52
Birtir myndir af hrauninu flæða yfir það gamla Í gær flæddi hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút yfir hraunbreiðuna í norðaustanverðum Meradölum sem myndaðist í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021. Innlent 15.7.2023 12:15
Lokað verður áfram að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Innlent 15.7.2023 10:00
Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. Innlent 15.7.2023 07:46
Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Innlent 15.7.2023 07:31
„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. Innlent 14.7.2023 21:28
Ása Steinars við gosstöðvarnar: „Ég held að einhver muni deyja hér í kvöld“ Ævintýrakonan og ferðaljósmyndarinn Ása Steinars lét sitt ekki eftir liggja og arkaði upp að eldgosinu í góðra vina hópi í fyrradag. Upplifunina segir hún stórfenglega þó mikill hópur fólks sýni glæfralega hegðun í námundan við gosið. Lífið 14.7.2023 20:01
Fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst. Innlent 14.7.2023 14:34
Varnargalli úr kísilveri nýtist vel við eldgosarannsóknir Eins og flestir vita er hraunið sem nú kemur upp úr jörðinni við Litla-Hrút mjög heitt. Jarðvísindamenn þurfa þó að fara alveg upp að því til þess að taka mikilvæg sýni og þá er eins gott að vera klæddur góðum varnargalla. Innlent 14.7.2023 12:33
Tvö tonn af vatni í senn Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Innlent 14.7.2023 12:01
Svipað hraunrennsli nú og þegar fyrsta gosið náði hámarki Niðurstöður mælinga sem Landmælingar Íslands unnu úr myndum Pleiades gervitunglsins af eldgosinu við Litla-Hrút sýna að meðalhraunrennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum. Innlent 14.7.2023 09:53
Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí. Innlent 14.7.2023 09:52
„Við vonumst eftir því að fá rigningu“ Slökkvilið Grindavíkur var við slökkvistörf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði vatnstank til verksins og Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um sjúkraflutningavakt á svæðinu. Innlent 14.7.2023 08:36
Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. Innlent 14.7.2023 06:25
Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. Innlent 13.7.2023 20:42
Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13.7.2023 16:51
„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. Innlent 13.7.2023 15:14
Hemjum hamfarahamingjuna Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Skoðun 13.7.2023 15:01
Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. Innlent 13.7.2023 14:28
Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Innlent 13.7.2023 13:12
Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. Innlent 13.7.2023 10:54
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. Innlent 13.7.2023 10:19
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Innlent 13.7.2023 07:54