Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 10:57 Grindvíkingar fengu nokkrar mínútur seinni partinn í gær til að sækja eignir og verðmæti úr húsum sínum. Vísir/vilhelm 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum. Að neðan má sjá samantekt á hinum ýmsu gjöfum, afsláttum og viðburðum. Listinn er langt í frá tæmandi og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Líkamsrækt og sund Sundlaugar Kópavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar bjóða frítt sund. Mjölnir býður frítt á æfingar. Afrek líkamsræktarstöð býður Grindvíkingum að koma frítt. World Class býður frítt á 18 stöðvar sínar og átta sundlaugar. Reebok Fitness býður frítt mánaðarkort eða mánuð í Crossfit fyrir Grindvíkinga. Crossfit Sport í Sporthúsinu býður fríar æfingar. Stærðarinnar sprunga í miðri Grindavík í námunda við íþróttahús bæjarins.vísir/vilhelm Bootcamp býður fríar æfingar. Grandi 101 býður fríar æfingar. Grindvíkingar velkomnir í Train Station, best að senda email áður á trainstation@trainstation.is. Hafnarfjarðarbær býður ókeypis á skauta. Virkni og Vellíðan í Kópavogi bjóða öllum 60 ára og eldri að æfa frítt. Félag eldri borgara í Garðabæ bjóða eldri borgurum í Jónshús. Reykjanes Sporthúsið Reykjanesbæ býður frían aðgang. Frítt í sund í sundlaug Keflavíkur. AlphaGym 24/7 býður frían aðgang. Jarðhræringarnar hafa valdið miklum skemmdum.Vísir/Vilhelm Orkustöðin Njarðvík býður Grindvíkingum að koma. 3N þríþrautardeild UMFN býður Grindvíkinga velkomna á hlaupaæfingar deildarinnar. Suðurnesjabær býður Grindvíkingum frítt í sund og líkamsrækt í Garði og Sandgerði. Norðurland 550 á Króknum tökum vel á móti Grindvíkingum. Fatasöfnun Skátafélagið Strókur í Hveragerði verður með opið á milli 19 og 21 á þriðjudagskvöld og 18:15 og 20:15 á miðvikudagskvöld. Fólk er hvatt til að koma með fatapakka og merkja vel eftir stærðum. Grindvíkingar eru velkomnir og sömuleiðis að senda skilaboð utan opnunartíma. Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ er með opið frá 12-15 mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Björgunarsveitarfólk á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm Íbúum Grindavíkur er velkomið að nálgast fatnað, leikföng, rúmföt og annað slíkt, án endurgjalds, í Hertex, nytjaverslunum Hjálpræðishersins Reykjanesbæ & Vínlandsleið. Hægt er að hafa samband símleiðis (421-2859) í gegnum samfélagsmiðla eða vefpóst (jon@herinn.is) fyrir frekari upplýsingar. Fyrir börnin Fjölmörg íþróttafélög bjóða börnum frá Grindavík að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu. Skopp Ísland býður grindvískum fjölskyldum að mæta með börnin milli 14 og 16 í þessari viku. Best að bóka í sala@skoppisland.is. Óðinsauga verður með opið hús á sunnudaginn frá 14-16 í Ögurhvarfi 4a í Kópavogi þar sem grindvískum börnum verða gefnar bækur. Grindvíkingar fá ókeypis á Aðventusvellið í Reykjanesbæ helgina 17. til 19. nóvember. Partýbúðin býður diska, servíettur, glös og nokkrar blöðrur fyrir þau grindvísku börn sem eiga afmæli á þessum erfiðu tímum. Grindvíkingar höfðu hraðar hendur í gær þegar þeir fengu smá glugga til að fara í húsin sín.Vísir/Vilhelm Æskulýðsstarf KFUM og KFUK í Grindavík flyst á Holtaveg. Þar verður fundur á þriðjudagskvöld klukkan 20-21:30. Leiðtogarnir Guðmundur Tómas og Agnar taka á móti þátttakendum. Arena Gaming býður Grindvíkingum að gleyma ástandinu í heimi tölvuleikjanna. Húsnæði Útilegumaðurinn í Mosfellsbæ býður Grindvíkingum sem eiga ekki í nein hús að venda að dvelja í hjólhýsi. Slökun Djúpslökun fer fram þrisvar í viku á vinnustofu Sögu í Flatahrauni í Hafnarfirði. Mánudaga 12:10-12:55, miðvikudaga 16:30-17:15 og Föstudaga 12:10 til 12:55. Djúpslökun fer fram í Hveragerðiskirkju alla miðvikudaga klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. Vinnutengt Íshús Hafnarfjarðar við Strandgötuna býður vinnustofurými til afnota. Egill Árnason hefur eitt til tvö störf í boði eins lengi og þörf er á. Starfið krefst ekki sérþekkingar. ae@egillarnason.is. Heimilið Fatahreinsun Kópavogs býður Grindvíkingum ókeypis þvottaþjónustu fyrir heimilisþvottinn. Vörður fellir niður iðgjöld í desember til allra viðskiptavina í Grindavík. VÍS hefur boðið fjóra bústaði starfsmannafélagsins til afnota þeim Grindvíkingum sem eigi í engin önnur hús að venda. Arion býður viðskiptavinum úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni. Fyrstu íbúar sem fengu að fara á svæðið voru með hjálma á höfði til að gæta öryggis.Vísir/Vilhelm Vodafone fellir niður kostnað vegna fjarskipta hjá Grindvíkingum út nóvember og fyrirtækjum þar í viðskiptum við okkur. Sama verður uppi á teningnum í desember ef nauðsyn þykir. Ef fólk er í netlausu húsnæði er velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar að kostnaðarlausu. Nova fellir niður kostnað vegna nettenginga til heimila og fyrirtækja í Grindavík út árið. Einnig fá allir viðskiptavinir Nova í Grindavík ótakmarkað net í farsímann í nóvember og desember endurgjaldslaust. Viðburðir Lava Centre á Hvolsvelli býður Grindvíkingum frítt á eldfjallasýningu á Hvolsvelli út nóvember. Grindvíkingum er boðið á tónleika með Freyjukórnum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20. Afslættir og tilboð Lindex býður öllum Grindvíkingum að versla fyrir tíu þúsund krónur og 20 prósent afslátt af öllum vörum. SMS-skilaboð til Grindvíkinga eru í dreifingu sem gilda sem inneign upp á tíu þúsund krónur. Gleraugnaverslunin Sjón býður Grindvíkingum uppá fría sjónmælingu og veglegan afslátt af vörum. Miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum í bænum. Hárakademían býður upp á fría klippingu, blástur, litun og fleira. Best að hafa samband við Alex Thasapong í 571-2279. 4f býður 30% af æfingafatnaði Annað Bullseye býður í pílu og léttar veitingar Hannesarholt við Grundarstíg minnir á að opið er 11:30-16 nema sunnudaga og mánudaga. Þau þiggja símtal fyrir komu svo hægt sé að skipuleggja kaffi eða hádegismat. 511-1904. Vantar eitthvað í upptalninguna? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við bætum við fréttina. Grindavík Hjálparstarf Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Að neðan má sjá samantekt á hinum ýmsu gjöfum, afsláttum og viðburðum. Listinn er langt í frá tæmandi og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Líkamsrækt og sund Sundlaugar Kópavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar bjóða frítt sund. Mjölnir býður frítt á æfingar. Afrek líkamsræktarstöð býður Grindvíkingum að koma frítt. World Class býður frítt á 18 stöðvar sínar og átta sundlaugar. Reebok Fitness býður frítt mánaðarkort eða mánuð í Crossfit fyrir Grindvíkinga. Crossfit Sport í Sporthúsinu býður fríar æfingar. Stærðarinnar sprunga í miðri Grindavík í námunda við íþróttahús bæjarins.vísir/vilhelm Bootcamp býður fríar æfingar. Grandi 101 býður fríar æfingar. Grindvíkingar velkomnir í Train Station, best að senda email áður á trainstation@trainstation.is. Hafnarfjarðarbær býður ókeypis á skauta. Virkni og Vellíðan í Kópavogi bjóða öllum 60 ára og eldri að æfa frítt. Félag eldri borgara í Garðabæ bjóða eldri borgurum í Jónshús. Reykjanes Sporthúsið Reykjanesbæ býður frían aðgang. Frítt í sund í sundlaug Keflavíkur. AlphaGym 24/7 býður frían aðgang. Jarðhræringarnar hafa valdið miklum skemmdum.Vísir/Vilhelm Orkustöðin Njarðvík býður Grindvíkingum að koma. 3N þríþrautardeild UMFN býður Grindvíkinga velkomna á hlaupaæfingar deildarinnar. Suðurnesjabær býður Grindvíkingum frítt í sund og líkamsrækt í Garði og Sandgerði. Norðurland 550 á Króknum tökum vel á móti Grindvíkingum. Fatasöfnun Skátafélagið Strókur í Hveragerði verður með opið á milli 19 og 21 á þriðjudagskvöld og 18:15 og 20:15 á miðvikudagskvöld. Fólk er hvatt til að koma með fatapakka og merkja vel eftir stærðum. Grindvíkingar eru velkomnir og sömuleiðis að senda skilaboð utan opnunartíma. Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ er með opið frá 12-15 mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Björgunarsveitarfólk á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm Íbúum Grindavíkur er velkomið að nálgast fatnað, leikföng, rúmföt og annað slíkt, án endurgjalds, í Hertex, nytjaverslunum Hjálpræðishersins Reykjanesbæ & Vínlandsleið. Hægt er að hafa samband símleiðis (421-2859) í gegnum samfélagsmiðla eða vefpóst (jon@herinn.is) fyrir frekari upplýsingar. Fyrir börnin Fjölmörg íþróttafélög bjóða börnum frá Grindavík að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu. Skopp Ísland býður grindvískum fjölskyldum að mæta með börnin milli 14 og 16 í þessari viku. Best að bóka í sala@skoppisland.is. Óðinsauga verður með opið hús á sunnudaginn frá 14-16 í Ögurhvarfi 4a í Kópavogi þar sem grindvískum börnum verða gefnar bækur. Grindvíkingar fá ókeypis á Aðventusvellið í Reykjanesbæ helgina 17. til 19. nóvember. Partýbúðin býður diska, servíettur, glös og nokkrar blöðrur fyrir þau grindvísku börn sem eiga afmæli á þessum erfiðu tímum. Grindvíkingar höfðu hraðar hendur í gær þegar þeir fengu smá glugga til að fara í húsin sín.Vísir/Vilhelm Æskulýðsstarf KFUM og KFUK í Grindavík flyst á Holtaveg. Þar verður fundur á þriðjudagskvöld klukkan 20-21:30. Leiðtogarnir Guðmundur Tómas og Agnar taka á móti þátttakendum. Arena Gaming býður Grindvíkingum að gleyma ástandinu í heimi tölvuleikjanna. Húsnæði Útilegumaðurinn í Mosfellsbæ býður Grindvíkingum sem eiga ekki í nein hús að venda að dvelja í hjólhýsi. Slökun Djúpslökun fer fram þrisvar í viku á vinnustofu Sögu í Flatahrauni í Hafnarfirði. Mánudaga 12:10-12:55, miðvikudaga 16:30-17:15 og Föstudaga 12:10 til 12:55. Djúpslökun fer fram í Hveragerðiskirkju alla miðvikudaga klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. Vinnutengt Íshús Hafnarfjarðar við Strandgötuna býður vinnustofurými til afnota. Egill Árnason hefur eitt til tvö störf í boði eins lengi og þörf er á. Starfið krefst ekki sérþekkingar. ae@egillarnason.is. Heimilið Fatahreinsun Kópavogs býður Grindvíkingum ókeypis þvottaþjónustu fyrir heimilisþvottinn. Vörður fellir niður iðgjöld í desember til allra viðskiptavina í Grindavík. VÍS hefur boðið fjóra bústaði starfsmannafélagsins til afnota þeim Grindvíkingum sem eigi í engin önnur hús að venda. Arion býður viðskiptavinum úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni. Fyrstu íbúar sem fengu að fara á svæðið voru með hjálma á höfði til að gæta öryggis.Vísir/Vilhelm Vodafone fellir niður kostnað vegna fjarskipta hjá Grindvíkingum út nóvember og fyrirtækjum þar í viðskiptum við okkur. Sama verður uppi á teningnum í desember ef nauðsyn þykir. Ef fólk er í netlausu húsnæði er velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar að kostnaðarlausu. Nova fellir niður kostnað vegna nettenginga til heimila og fyrirtækja í Grindavík út árið. Einnig fá allir viðskiptavinir Nova í Grindavík ótakmarkað net í farsímann í nóvember og desember endurgjaldslaust. Viðburðir Lava Centre á Hvolsvelli býður Grindvíkingum frítt á eldfjallasýningu á Hvolsvelli út nóvember. Grindvíkingum er boðið á tónleika með Freyjukórnum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20. Afslættir og tilboð Lindex býður öllum Grindvíkingum að versla fyrir tíu þúsund krónur og 20 prósent afslátt af öllum vörum. SMS-skilaboð til Grindvíkinga eru í dreifingu sem gilda sem inneign upp á tíu þúsund krónur. Gleraugnaverslunin Sjón býður Grindvíkingum uppá fría sjónmælingu og veglegan afslátt af vörum. Miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum í bænum. Hárakademían býður upp á fría klippingu, blástur, litun og fleira. Best að hafa samband við Alex Thasapong í 571-2279. 4f býður 30% af æfingafatnaði Annað Bullseye býður í pílu og léttar veitingar Hannesarholt við Grundarstíg minnir á að opið er 11:30-16 nema sunnudaga og mánudaga. Þau þiggja símtal fyrir komu svo hægt sé að skipuleggja kaffi eða hádegismat. 511-1904. Vantar eitthvað í upptalninguna? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við bætum við fréttina.
Grindavík Hjálparstarf Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira