Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að aðeins tveir megi vera í hverjum einkabíl og fólk sé beðið um að taka eins stuttan tíma og hægt er. Einungis sé unnt að vinna í dagsbirtu.
Viðbragsaðilar hafi merkt þar sem skemmdir eru í vegum í bænum með keilum. Íbúar verði hlusta eftir hljóðmerkjum ef viðbragðsaðilar gefa slík merki og virða slíkt.