„Þetta er það versta sem við höfum séð í dag,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson hjá Hjálparsveit skáta í Garðabæ.
Hægt er að sjá myndband af svæðinu og viðtal við Guðmund hér fyrir neðan.
Hann segir að svo virðist sem enn þá sé hreyfing á svæðinu. „Mér skilst á þeim sem að hafa verið hérna undanfarið að það séu enn þá hreyfingar á þessu.“
Þá hefur myndast sigdalur við íþróttahúsið. Guðmundur telur jörð hafa sigið þar um einn til tvo metra.
„Þar sem að áður var bara slétt plan, sléttar flatir, það eru bara komnar brekkur í þetta.

Þá telur hann ekki öruggt fyrir fólk að vera á svæðinu og mikilvægt að þeir sem fara til að sækja dót í hús sín dvelji þar í sem skemmstan tíma.