Tengdasonur ársins kemur til bjargar Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 16:05 Þó vá standi fyrir dyrum er létt yfir þeim tengdamæðginum Ásmundi og Guðrúnu sem er, að sögn tengdasonar síns, hörkukelling. vísir/sigurjón Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. „Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18