Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2023 12:18 Patricia og Rúrik búa í hesthúsi og bíða hvað þess sem verða vill. Að sögn Rúriks hefur Patriciu orðið um og ó, hún er frá Sviss og ekki vön jarðskjálftum. Rúrik Hreinsson/Patricia Hobi Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira