Borgarstjórn

Fréttamynd

Telur Gísla Martein brotlegan við siðareglur RÚV

Þórdís Pálsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur víst að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hafi gerst brotlegur við hina umdeildu 3. grein siðareglna RÚV í heitum umræðum um umferðarmál í Vesturbænum. Gísli Marteinn segist hafa fengið leyfi útvarpsstjóra til að tjá sig um umhverfi sitt.

Innlent
Fréttamynd

„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni.

Innlent
Fréttamynd

Hraðalækkanir: Fyrir hvern?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir aukningu í umferðaróhöppum og slysum áratugina á undan.

Skoðun
Fréttamynd

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fari saman í sumar­frí

Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar

Skoðun
Fréttamynd

Vill óháða úttekt á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að óháð úttekt verði gerð á öllum leik- og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandans í Fossvogsskóla. Hún segir það sæta furðu að engir verkferlar séu til staðar í málum sem þessum og að viðbrögð borgarinnar séu skammarleg.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík - fyrir okkur öll!

Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Að eiga í engin hús að venda

Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst

Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn í borginni sækir í sig veðrið

Allir flokkar sem eiga fulltrúa í meirihlutanum í borginni myndu bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum ef gengið yrði til kosninga nú, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna á dögunum og Fréttablaðiið greinir frá í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borg er samfélag

Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn í Foss­vogs­skóla

Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­þjónusta Reykja­víkur

Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“.

Skoðun