„Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:48 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira