Segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 19:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikla uppbyggingu yfirstaðna og enn meiri væntanlega á næstu árum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00