Segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 19:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikla uppbyggingu yfirstaðna og enn meiri væntanlega á næstu árum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða. Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Skúladóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar þegar hún veiktist. Hingað til hefur hún búið heima en nú fengið það mat að hún geti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. Heilbrigðisráðherra segir biðtímann vera að styttast. „Við erum með mjög kröftuga uppbyggingu en að skal alvag viðurkennast að við erum enn að elta skottið á okkur eftir þann tíma sem við hægðum á uppbyggingu þvert á samsetningu íbúaþróunar,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nefnir árin eftir Hrun. Fólk vilji ekki fara í nágrannasveitarfélög Borgarfulltrúi segir uppbygginguna of hæga. „Þetta kemur mér því miður ekki á óvart. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því mjög skýrt, að það er nauðsynlegt að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heilbrigðisráðherra segir að horfa þurfi á málið heildstætt, til dæmis sé nóg af hjúkrunarrýmum í nágrannasveitarfélögum. „Við vorum að opna sextíu rými í Árborg og þar býðst íbúum, til að mynda, höfuðborgarsvæðisins pláss. Það eru ekki allir sem þiggja það og vilja þá bíða í einhvern tíma eftir plássi þar sem þeir kjósa að vera,“ segir Willum. „Það minnkar ekki þörfina á að byggja upp hjúkrunarheimili hér, á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Flestir eiga sína ættingja, vini og vilja bara fá að vera þar,“ segir Heiða.
Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02 „Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. 5. nóvember 2022 13:02
„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. 5. nóvember 2022 07:00