Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 18:44 Frá mótmælum vegna skorts á leikskólaplássum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hildur Björnsdóttir (t.h.) oddviti Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?