Byggjum lífsgæðaborg Birkir Ingibjartsson skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun