Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. nóvember 2022 23:20 Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Árbæjarstíflu í kvöld. Vísir/Stöð 2 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn. Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn.
Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45