Hvernig viljum við eldast? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 15:00 Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun