„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 18:45 Bjarni Benediktsson fór yfir víðan völl í setningarræðu sinni í Laugardalshöll síðdegis í dag. Hann lagði meðal annars til þess að skattar yrðu lækkaðir og skaut því næst föstum skotum á Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á Samfylkinguna í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll. Hann sagði Samfylkinguna hafa áttað sig á því að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina og virtist bjóða þeim, sem farið hafa í aðra flokka, aftur heim. „Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Við einfaldlega skuldum borgarbúum að gefa Samfylkingunni frí,“ sagði Bjarni í setningarræðu sinni og uppskar við það lófaklapp samflokksmanna. Hann sagði fjárhagsstöðu Reykjavíkur með ólíkindum og gerði grín að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum. Hægt er að hlusta á ræðu Bjarna í heild sinni hér að neðan. Umræða um Samfylkinguna hefst á mínútu 41:40. „Það er ekki lengra síðan í vor að borgarstjóri fullvissaði kjósendur um að fjármál borgarinnar væru ekki bara í lagi, heldur til fyrirmyndar. Það voru boðuð mörg og magnþrungin verkefni upp á tugi ef ekki hundruð milljarða. Nú eftir kosningar þá kemur eitthvað allt annað í ljós. Það má ekki á milli sjá hvor þeirra er meira hissa, Dagur B. Eggertsson eða Einar Þorsteinsson, báðir með hökuna alveg niður í gólfið.“ Hann gaf oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn nokkurn slaka og sagði hann sitja uppi með reikninginn, enda væri hann að koma föllnum meirihluta til bjargar. „Það var magnað, alveg magnað að heyra borgarstjóra tala um það dimmraddaðan að héðan í frá verði aðeins ráðið fólk hjá borginni ef það er nauðsynlegt. Hverjum öðrum en vinstrimönnunum í borgarstjórn gat dottið í hug árum saman að ráða í ónauðsynlegar stöður,“ sagði Bjarni við hlátur viðstaddra.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31 Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Mikil stemmning á spennuþrungnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll var settur klukkan 16:30 í dag með ræðu formanns Bjarna Benediktssonar. Fjölmennt var í Laugardalshöll og mörg kunnuleg andlit á svæðinu. 4. nóvember 2022 15:31
Ákveðin list að koma höggi á andstæðinginn en samt ekki Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn. 4. nóvember 2022 11:18