Brexit

Fréttamynd

Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi

Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings.

Erlent
Fréttamynd

Bílaframleiðsla í Bretlandi féll um 20%

Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi.

Bílar
Fréttamynd

Brexit er Íslandi þungt

Breska blaðið Financial Times segir Ísland í sjötta sæti landa sem verða fyrir mestum áhrifum af Brexit. Bretar undirbúa nú útgöngu án samnings við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Hagvaxtarspár lækka vegna óvissu um Brexit

Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspár sínar vegna vaxandi óvissu um Brexit. Gerir bankinn nú ráð fyrir 1,3 prósenta hagvexti í ár í stað 1,5 prósenta vaxtar og að vöxturinn á næsta ári verði 1,3 prósent í stað 1,6 prósenta.

Erlent
Fréttamynd

Johnson vill nýjan samning

Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning.

Erlent
Fréttamynd

Hver er Boris?

Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris.

Skoðun
Fréttamynd

Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum

Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Boris skipar nýja ríkisstjórn

Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá.

Erlent