Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 14:11 Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. The Sun Skrautleg forsíða götublaðsins The Sun féll í grýttan jarðveg hjá Bretum ef marka má ofsafengin viðbrögð netverja sem keppast um að ýmist fordæma eða hafa hana að háði og spotti. Forsíðan hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum en mörgum Bretum sem hafa tjáð sig finnst hún vera hið mesta vandræðamál, þannig spyr einn netverjinn: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“Is it possible for a country to die of embarrassment? pic.twitter.com/rveOhKXux3 — tom jamieson (@jamiesont) July 26, 2019 Boris Johnson tók formlega við embætti forsætisráðherra Bretlands í fyrradag en í fyrstu ræðu sinni í embætti sór hann þess eið að Bretar færu úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi og „ekkert múður“. Þá boðaði hann einnig stóraukin ríkisútlát, bót og betrun og reyndi að telja kjark í þjóð sem hefur lifað í óvissu frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Á forsíðu The Sun má sjá stærðarinnar andlit hins nýja forsætisráðherra á sól líkt. Þykir myndvinnslan minna mjög á barnið í barnaþáttunum Stubbunum (e. Teletubbies).You'll never believe what the baby sun from the Teletubbies looks like now pic.twitter.com/wpRoD4IX9C — Joe orton (@joe_wulf) July 26, 2019 Ritstjórn The Sun hefur líklegast gripið til útspilsins í þeim tilgangi að tengja tvær stærstu fréttir vikunnar saman, annars vegar hitabylgjuna sem hefur riðið yfir hluta Evrópu og hins vegar skipan Johnsons. Á forsíðunni stendur „Nýr forsætisráðherra lofar gullöld“ og „grillar [Jeremy] Corbyn“. Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með forsíðuna er Owen Jones sem sagðist raunverulega halda að meira að segja opinbert dagblað einræðisríkis þætti of vandræðalegt að birta slíka forsíðu.I genuinely think that the official newspaper of a dictatorship would have been too embarrassed to print this pic.twitter.com/CPxpbKZ8H7 — Owen Jones (@OwenJones84) July 25, 2019 Blaðamaðurinn Dawn Foster skoraði þá á fólk að reyna að fá ekki martröð eftir að hafa litið forsíðuna augum. Leikarinn og leikstjórinn David Schneider greip til stílvopnsins kaldhæðni og velti því fyrir sér hvort það væri einhver leið til að vita hvers vegna The Sun tengdi svona mjög við stjórnmálamann sem hefði engin prinsipp, engar raunverulegar skoðanir og gerði allt í eigin þágu.Try not to have nightmares pic.twitter.com/lxKeVh3Rhr — Dawn Foster (@DawnHFoster) July 25, 2019If only there was some way of knowing why The Sun relates to a politician with no principles or opinions who only exists to promote himself*. *except for viewers in Scotland pic.twitter.com/cIm0dUE3IC — David Schneider (@davidschneider) July 26, 2019What. In the name of the everloving infant Christ. Is this? pic.twitter.com/aoLnKqGITR — Séamas It Ever Was (@shockproofbeats) July 25, 2019 Bretland Brexit Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Skrautleg forsíða götublaðsins The Sun féll í grýttan jarðveg hjá Bretum ef marka má ofsafengin viðbrögð netverja sem keppast um að ýmist fordæma eða hafa hana að háði og spotti. Forsíðan hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum en mörgum Bretum sem hafa tjáð sig finnst hún vera hið mesta vandræðamál, þannig spyr einn netverjinn: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“Is it possible for a country to die of embarrassment? pic.twitter.com/rveOhKXux3 — tom jamieson (@jamiesont) July 26, 2019 Boris Johnson tók formlega við embætti forsætisráðherra Bretlands í fyrradag en í fyrstu ræðu sinni í embætti sór hann þess eið að Bretar færu úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi og „ekkert múður“. Þá boðaði hann einnig stóraukin ríkisútlát, bót og betrun og reyndi að telja kjark í þjóð sem hefur lifað í óvissu frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Á forsíðu The Sun má sjá stærðarinnar andlit hins nýja forsætisráðherra á sól líkt. Þykir myndvinnslan minna mjög á barnið í barnaþáttunum Stubbunum (e. Teletubbies).You'll never believe what the baby sun from the Teletubbies looks like now pic.twitter.com/wpRoD4IX9C — Joe orton (@joe_wulf) July 26, 2019 Ritstjórn The Sun hefur líklegast gripið til útspilsins í þeim tilgangi að tengja tvær stærstu fréttir vikunnar saman, annars vegar hitabylgjuna sem hefur riðið yfir hluta Evrópu og hins vegar skipan Johnsons. Á forsíðunni stendur „Nýr forsætisráðherra lofar gullöld“ og „grillar [Jeremy] Corbyn“. Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með forsíðuna er Owen Jones sem sagðist raunverulega halda að meira að segja opinbert dagblað einræðisríkis þætti of vandræðalegt að birta slíka forsíðu.I genuinely think that the official newspaper of a dictatorship would have been too embarrassed to print this pic.twitter.com/CPxpbKZ8H7 — Owen Jones (@OwenJones84) July 25, 2019 Blaðamaðurinn Dawn Foster skoraði þá á fólk að reyna að fá ekki martröð eftir að hafa litið forsíðuna augum. Leikarinn og leikstjórinn David Schneider greip til stílvopnsins kaldhæðni og velti því fyrir sér hvort það væri einhver leið til að vita hvers vegna The Sun tengdi svona mjög við stjórnmálamann sem hefði engin prinsipp, engar raunverulegar skoðanir og gerði allt í eigin þágu.Try not to have nightmares pic.twitter.com/lxKeVh3Rhr — Dawn Foster (@DawnHFoster) July 25, 2019If only there was some way of knowing why The Sun relates to a politician with no principles or opinions who only exists to promote himself*. *except for viewers in Scotland pic.twitter.com/cIm0dUE3IC — David Schneider (@davidschneider) July 26, 2019What. In the name of the everloving infant Christ. Is this? pic.twitter.com/aoLnKqGITR — Séamas It Ever Was (@shockproofbeats) July 25, 2019
Bretland Brexit Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46