Ógnaði þingmanni sem var mótfallinn Brexit Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 22:59 Heidi Allen sagði sig úr Íhaldsflokknum í febrúar vegna Brexit. Vísir/Getty Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn. Bretland Brexit Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn.
Bretland Brexit Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira