„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 15:15 Chris Davies hefur tjáð sig mikið að undanförnu um makrílkvóta Íslendinga. Fréttablaðið/GVA Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína.
Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00