Orkumál Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. Innlent 11.8.2021 10:52 Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Innlent 9.8.2021 14:51 Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Innlent 3.8.2021 22:36 Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Viðskipti innlent 28.7.2021 08:05 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Innlent 22.7.2021 22:22 Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:34 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03 Norðurál ræðst í fimmtán milljarða framkvæmdir Norðurál og Landsvirkjun hafa gert með sér samkomulag um þriggja ára framlengingu á raforkusölusamningi og mun hann taka gildi þann 1. janúar 2023. Í framhaldinu mun Norðurál fara í fimmtán milljarða króna framkvæmdir: byggingu steypuskála við álverið á Grundartanga. Viðskipti innlent 20.7.2021 07:40 Auka olíuframleiðslu til að lækka verð OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína. Erlent 19.7.2021 07:38 Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Viðskipti innlent 15.7.2021 22:22 Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Skoðun 15.7.2021 12:00 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14.7.2021 22:44 Rafmagnslaust í miðborginni og íbúar beðnir um að aftengja sjónvörp Rafmagnslaust er í miðbæ Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Gert er ráð fyrir að rafmagn verði aftur komið á allt svæðið um klukkan 14:30. Innlent 12.7.2021 14:19 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. Innlent 10.7.2021 15:04 Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. Innlent 10.7.2021 09:31 atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28 Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35 Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Innlent 29.6.2021 23:23 Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðskipti innlent 29.6.2021 09:50 Beislum kraftana betur Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. Skoðun 29.6.2021 09:47 „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. Innlent 28.6.2021 12:16 Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Viðskipti innlent 27.6.2021 20:30 Raforkustöðin í Elliðarárdal hundrað ára Hundrað ár eru síðan rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett. Um sannkallaða byltingu var að ræða: Ljós kviknuðu, eldavélar hitnuðu og vélar púluðu af stórauknum krafti. Innlent 27.6.2021 10:52 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. Viðskipti innlent 26.6.2021 18:23 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Viðskipti innlent 25.6.2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. Neytendur 25.6.2021 14:32 Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Innlent 15.6.2021 11:57 G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Erlent 14.6.2021 12:57 Von á Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. Innlent 10.6.2021 16:12 Rafmagni aftur komið á á Norðausturlandi Rafmagnslaust var á stórum hluta Norðurlands í gærkvöldi og í nótt eða í Kelduhverfi, Öxarfirði, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði. Innlent 9.6.2021 08:14 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 64 ›
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. Innlent 11.8.2021 10:52
Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Innlent 9.8.2021 14:51
Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Innlent 3.8.2021 22:36
Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Viðskipti innlent 28.7.2021 08:05
Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Innlent 22.7.2021 22:22
Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:34
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03
Norðurál ræðst í fimmtán milljarða framkvæmdir Norðurál og Landsvirkjun hafa gert með sér samkomulag um þriggja ára framlengingu á raforkusölusamningi og mun hann taka gildi þann 1. janúar 2023. Í framhaldinu mun Norðurál fara í fimmtán milljarða króna framkvæmdir: byggingu steypuskála við álverið á Grundartanga. Viðskipti innlent 20.7.2021 07:40
Auka olíuframleiðslu til að lækka verð OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína. Erlent 19.7.2021 07:38
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Viðskipti innlent 15.7.2021 22:22
Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Skoðun 15.7.2021 12:00
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14.7.2021 22:44
Rafmagnslaust í miðborginni og íbúar beðnir um að aftengja sjónvörp Rafmagnslaust er í miðbæ Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Gert er ráð fyrir að rafmagn verði aftur komið á allt svæðið um klukkan 14:30. Innlent 12.7.2021 14:19
Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. Innlent 10.7.2021 15:04
Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur. Innlent 10.7.2021 09:31
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Viðskipti innlent 1.7.2021 09:28
Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Viðskipti innlent 30.6.2021 14:35
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Innlent 29.6.2021 23:23
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðskipti innlent 29.6.2021 09:50
Beislum kraftana betur Við getum tekið stór skref til grænnar framtíðar með því að beisla þá krafta, sem landið býr yfir. Við þurfum að nýta vindinn, rétt eins og við höfum nýtt jarðvarmann og lagt áherslu á að nýta betur þau fallvötn, sem þegar hafa verið virkjuð. Skoðun 29.6.2021 09:47
„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. Innlent 28.6.2021 12:16
Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Viðskipti innlent 27.6.2021 20:30
Raforkustöðin í Elliðarárdal hundrað ára Hundrað ár eru síðan rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett. Um sannkallaða byltingu var að ræða: Ljós kviknuðu, eldavélar hitnuðu og vélar púluðu af stórauknum krafti. Innlent 27.6.2021 10:52
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. Viðskipti innlent 26.6.2021 18:23
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Viðskipti innlent 25.6.2021 18:01
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. Neytendur 25.6.2021 14:32
Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Innlent 15.6.2021 11:57
G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Erlent 14.6.2021 12:57
Von á Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. Innlent 10.6.2021 16:12
Rafmagni aftur komið á á Norðausturlandi Rafmagnslaust var á stórum hluta Norðurlands í gærkvöldi og í nótt eða í Kelduhverfi, Öxarfirði, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði. Innlent 9.6.2021 08:14