Ljóstýran einkavædd Stefán Pálsson skrifar 14. september 2022 08:01 Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Orkumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun