Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 23:05 Hollensk bakarí hræðast ört hækkandi orkukostnað. Getty/Helen King Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki. Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki.
Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira