Frá þessu segir í tilkynningu frá Orkunni. Fram kemur að Straumlind hafi verið stofnað árið 2020.
„Straumlind hefur þróað eigin hugbúnað, sem byggir á gervigreind og sjálfvirkni. Nýlega kynnti Straumlind til leiks nýja þjónustu, sem býður notendum upp á ódýrara rafmagn á nóttunni. Þetta er aðeins fyrsta skrefið af mörgum, í átt að snjallara raforkukerfi.
Við viljum með þessari þjónustu koma til móts við notendur með betri verðum, stuðla að álagsjöfnun rafmagns og þar með nýta innviði orkukerfisins betur,“ segir í tilkynningunni.
Fjölorkufélagið Orkan rekur sjötíu þjónustustöðvar um allt land.