Staða Íslands sterk í orkumálum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. september 2022 09:00 Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Orkumál í Evrópu í afar erfiðri stöðu Staðan í orkumálum á Íslandi er góð, sérstaklega ef tekið er mið af stöðu þessara mála í Evrópu. Þar eru þó nokkur ríki að grípa til neyðaraðgerða til að bregðast við hækkandi gas- og orkuverði og aukinni sveiflu.Neyðaraðgerðirnar snúa meðal annars að fjárstuðningi til raforkuframleiðenda og fjármálafyrirtækja í kjölfar ákvörðunar Rússa um að stöðva gasafgreiðslur til Evrópu. Sú ákvörðun getur valdið gífurlegu álagi á fjármálakerfi ríkjanna. Þessar aðgerðir undirstrika alvarleika ástandsins í Evrópu þar sem ríkin keppast við að reyna að tryggja næga orku fyrir komandi vetur og forðast útbreiðslu neyðar meðal raforkuframleiðenda. Aðrar aðgerðir fela í sér mögulegt verðþak á annaðhvort raforku eða gas og leiðir til að aftengja gas- og raforkumarkaðinn við hagkerfið. Verð hefur hækkað langt umfram kostnað við vinnslu, framleiðslu og afhendingu. Orka okkar allra Á Íslandi lýtur orka fyrir heimilin ekki sömu reglum verðlagningar og hún gerir víða annars staðar í Evrópu. Við erum ekki bundin því að fá orku frá Rússum eins og nokkur af stærri löndum álfunnar. Hagkerfið okkar stendur feti framar þegar kemur að því að vinna bug á verðbólguógninni. Við erum rík af auðlindum og hinir ýmsu atvinnuvegir bjóða upp á ýmsa möguleika. Velsæld og samfélagsleg samstaða ætti að vera okkur öllum hugleikin og því er mikilvægt að skoða öll þau áhrif sem verðbólgan kann að hafa. Sérstaklega þarf að taka til athugunar hvaða hópum hún kemur verst niður á og grípa til nauðsynlegra úrræða þar sem við á. Þetta er verkefni okkar og því þurfum við að sinna. Það er hagur okkar allra. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Orkumál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Orkumál í Evrópu í afar erfiðri stöðu Staðan í orkumálum á Íslandi er góð, sérstaklega ef tekið er mið af stöðu þessara mála í Evrópu. Þar eru þó nokkur ríki að grípa til neyðaraðgerða til að bregðast við hækkandi gas- og orkuverði og aukinni sveiflu.Neyðaraðgerðirnar snúa meðal annars að fjárstuðningi til raforkuframleiðenda og fjármálafyrirtækja í kjölfar ákvörðunar Rússa um að stöðva gasafgreiðslur til Evrópu. Sú ákvörðun getur valdið gífurlegu álagi á fjármálakerfi ríkjanna. Þessar aðgerðir undirstrika alvarleika ástandsins í Evrópu þar sem ríkin keppast við að reyna að tryggja næga orku fyrir komandi vetur og forðast útbreiðslu neyðar meðal raforkuframleiðenda. Aðrar aðgerðir fela í sér mögulegt verðþak á annaðhvort raforku eða gas og leiðir til að aftengja gas- og raforkumarkaðinn við hagkerfið. Verð hefur hækkað langt umfram kostnað við vinnslu, framleiðslu og afhendingu. Orka okkar allra Á Íslandi lýtur orka fyrir heimilin ekki sömu reglum verðlagningar og hún gerir víða annars staðar í Evrópu. Við erum ekki bundin því að fá orku frá Rússum eins og nokkur af stærri löndum álfunnar. Hagkerfið okkar stendur feti framar þegar kemur að því að vinna bug á verðbólguógninni. Við erum rík af auðlindum og hinir ýmsu atvinnuvegir bjóða upp á ýmsa möguleika. Velsæld og samfélagsleg samstaða ætti að vera okkur öllum hugleikin og því er mikilvægt að skoða öll þau áhrif sem verðbólgan kann að hafa. Sérstaklega þarf að taka til athugunar hvaða hópum hún kemur verst niður á og grípa til nauðsynlegra úrræða þar sem við á. Þetta er verkefni okkar og því þurfum við að sinna. Það er hagur okkar allra. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun