Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 09:18 Pundið hafði þegar veikst mikið gagnvart dalnum fyrir helgi. AP/Kirsty Wigglesworth Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45
Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18