Telur sölu Orkunnar á jarðefnaeldsneyti og rafmagni verða jafna á næstu árum
![Orkan er hluti af Skeljungi. Hlutfall sölu af endurnýjanlegum orkugjöfum og hefðbundnum orkugjöfum verður jafnt innan fárra ára, að sögn forstjóra Orkunnar.](https://www.visir.is/i/25DE9BB4BFE7C773A544656B7778053AA6DEE6CB44D2A756B889416784B51EF6_713x0.jpg)
Hlutfallið milli sölu á jarðefnaeldsneyti og raforku til að knýja bílaflotann verður jafnt á næstu árum, að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar. Í gær var tilkynnt um að Orkan hefði fest kaup á ríflega þriðjungshlut í raforkusalanum Straumlind.