Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 09:31 Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur. Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur.
Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira