Viðskipti innlent

Bein út­sending: Orku­skipti á hafi – Raun­sæi, vonir og væntingar

Atli Ísleifsson skrifar
Arnstein Eknes frá norska ráðgjafarfyrirtækinu DNV mun á fundinum fræða fundarmenn um orkuskipti á hafi.
Arnstein Eknes frá norska ráðgjafarfyrirtækinu DNV mun á fundinum fræða fundarmenn um orkuskipti á hafi. SFS

Orkuskipti á hafi verður umræðuefnið á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hefst klukkan níu í dag.

Á fundinum mun Arnstein Eknes frá norska ráðgjafarfyrirtækinu DNV fræða fundarmenn um það sem fram undan sé í orkuskiptum á hafi.

Í tilkynningu frá SFS segir að Arnstein Eknes hafi lengi verið viðriðinn skipatækni og hönnun og sé hann eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi.

Fundurinn fer fram í fundarsalnum Hyl í Borgartúni 35 og er áætlað að hann standi til klukkan 10.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×