Bandaríkin

Fréttamynd

Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana

Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni

Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Shakira fer úr boltanum í for­múluna

Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elsk­huga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Lífið
Fréttamynd

Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak

Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra.

Erlent
Fréttamynd

Viss­u af á­ætl­un Úkra­ín­u­mann­a um árás á Nord Stre­am

Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Einn al­ræmdasti njósnari í sögu Banda­ríkjanna látinn

Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Pence býður sig fram

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur.

Erlent
Fréttamynd

Stríð milli Kína og Banda­ríkjanna „ó­bæri­legar hörmungar“

Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

New York er að sökkva

New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum.

Erlent
Fréttamynd

Leyniskjöl Trump finnast ekki

Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl.

Erlent
Fréttamynd

Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Ep­steins

Jeffrey Epstein þjáðist af svefnleysi og átti erfitt með að aðlagast lífi í fangelsi áður en hann svipti sig lífi árið 2019. Hann var skilinn eftir einn í klefa og fangaverðir trössuðu að fylgjast með honum þrátt fyrir að hann hefði reynt að hengja sig skömmu áður.

Erlent
Fréttamynd

Óttast kín­versk­ar eld­flaug­ar

Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari.

Erlent
Fréttamynd

Biden féll á sviði

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, féll á sviði í Colorado í kvöld, þar sem verið var að útskrifa fólk úr skóla flughers Bandaríkjanna. Forsetann sakaði ekki.

Erlent
Fréttamynd

Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti

Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Upp­taka til af Trump ræða um leyni­skjölin

Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun

Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Ranglega sakaður um þjófnað og skotinn í bakið

Eigandi bensínstöðvar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum elti fjórtán ára dreng, sem hann grunaði ranglega um þjófnað í versluninni, og skaut hann til bana. Hann var ákærður fyrir morð þegar í ljós kom að táningurinn hafði verið skotinn í bakið.

Erlent
Fréttamynd

Christie sagður ætla að lýsa yfir framboði

Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi Donalds Trump, er sagður ætla að lýsa yfir forsetaframboði í næstu viku. Stuðningsmenn Christie hafa hleypti nýrri pólitískri aðgerðanefnd af stokkunum til þess að styðja framboðið.

Erlent
Fréttamynd

Á­sakandi Bidens leitar skjóls í Rúss­landi

Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu.

Erlent
Fréttamynd

„Fjöl­skyldu­með­limur“ Charles Man­son á rétt á reynslu­lausn

Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að kona sem myrti hjón að fyrirskipan Charles Manson á 7. áratug síðustu aldar ætti rétt á reynslulausn. Konan hefur setið í fangelsi undanfarin fimmtíu ár og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn reynslu.

Erlent