Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 09:01 Halla Tómasdóttir tók við sem forseti í sumar. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning. Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning.
Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03