Erlent

Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
McConnell er 82 ára og þaulsetnasti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. 
McConnell er 82 ára og þaulsetnasti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings.  AP

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. 

Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu.

McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf.

McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár.


Tengdar fréttir

Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaða­manna­fundi

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“.

McConnell lætur gott heita

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum.

Fraus aftur í miðri setningu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi.

Segist við góða heilsu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×