Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:05 Maður heldur á tveimur blóðugum snörum sem fundust í Saydnaya-herfangelsinu. Fangelsið hefur verið kallað „sláturhúsið“. AP/Hussein Malla Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi. Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, sem starfar frá Bretlandi, að Ísraelar hafi gert um það bil 250 loftárásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að forsetinn flúði land, þar á meðal flugvelli, birgðarstöðvar, radarstöðvar, vopnageymslur og aðra hernaðarinnviði. Þá hafa Ísraelsmenn greint frá því að þeir hafi tekið yfir hlutlaust svæði á Hermon-fjalli, sem hefur verið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir verið sakaðir um að brjóta gegn friðarsáttmála Ísrael og Sýrlands frá 1974 en þeir segja ráðstöfunina tímabundna. Mynd af Hafez Assad, fyrrverandi forseta og föður Bashar al-Assad, liggur rifin á gólfinu á heimili sonarins í Damaskus eftir að menn fóru ránshendi um húsið.AP/Hussein Malla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar í gær að Golan-hæðir, sem Ísraelar hernámu fyrir nærri 60 árum, yrðu undir þeirra stjórn um ókomna tíð til að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins. Bandaríkin og Tyrkland hafa einnig gert árásir á skotmörk í Sýrlandi frá því að stjórnin féll. Árásir Bandaríkjamanna hafa beinst gegn innviðum Ríkis íslam en Tyrkja gegn sveitum Kúrda. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn Ríkis íslam myndu nota þessa óvíssutíma til að ná aftur vopnum sínum í Sýrlandi. Hann fagnaði yfirlýsingum leiðtoga uppreisnarmanna um nýja stjórn allra hlutaðeigandi en sagði framkvæmdina skipta öllu. Assad er flúinn í fang Vladimir Pútín Rússlandsforseta en meðfylgjandi mynd er frá 2017.AP/Mikhail Klimentyev Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Tyrki ekki ásælast landsvæði innan Sýrlands en að Tyrkir muni á sama tíma ekki sætta sig við að Ríki íslam eða Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) njóti ávinnings af stöðunni í Sýrlandi. Rússar og Íranir eru einnig sagðir hafa brugðist fljótt við til að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi en bæði ríkin hafa notað Sýrland sem nokkurs konar miðstöð fyrir áhrif sín og umsvif á svæðinu. Leiðtogar beggja ríkja eru sagðir hafa sett sig í samband við uppreisnarmenn til að viðhalda samstarfinu. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvort Rússar fá að halda mikilvægum hernaðarinnviðum sínum, þar á meðal herstöðvum í landinu, en þeir virðast njóta friðhelgi eins og sakir standa, jafnvel þótt Assad hafi verið veitt hæli í Rússlandi.
Sýrland Rússland Bandaríkin Tyrkland Hernaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira