Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 15:01 Elon Musk og Donald Trump. Getty/Brandon Bell Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira